Ég var að pæla … Þegar vinkona þín var greind með krabbamein, var það eitthvað alvarlegt? Mér fannst krabbamein alltaf svo hræðilegt, maður hélt bara að það þýddi dauði eftir eitt ár eða eitthvað. Svo var mamma mín greind og eftir mánuð var mér farið að finnast þetta ekkert mál. Hún er bara í lyfjum í ákveðinn tíma, geislum í ákveðinn tíma og svo er þetta kannski bara búið og kemur aldrei aftur. Og það er algengt að það sé þannig hjá fólki … Það kom mér eiginlega á óvart hvað þetta var lítið :)