Nei. Munurinn á fiðlu og flautu er að í fiðlu myndast hljóðið í strengjunum og magnast í “kassanum”. Með því að loka fyrir og setja pikkupp virkar þetta eins og rafmagnsgítar, það heyrist varla í strengjunum en það er hægt að hlusta í headphones. Í flautu myndast hljóðið með titringi í loftsúlu. Það virkar allt öðruvísi. Það er ekki hægt að dempa hana án þess að skemma hljóðið, þ.e. til að dempa hljóðið verðurðu að skerða flæði lofts gegnum flautuna og þá er ekki nægt loft til að mynda hljóð.