Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

dha
dha Notandi frá fornöld 36 ára kvenmaður
1.508 stig

Re: Foreldra mál

í Tilveran fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Ég er líka þannig að ég á ekkert pening úti um allt. Jú, ég á 2000 kr. á reikningi sem ég stofnaði í Búnaðarbankanum og svipað á reikningi sem var í bankanum á undan Landsbankanum (þegar ég var 2-3 ára). Ég á oftasta bara það sem ég vinn mér inn með skólanum, sem er ekki alltaf mikið. En samt borga foreldrar mínir ýmislegt. Ætli ég sé ekki bara dýr í rekstri :P

Re: Foreldra mál

í Tilveran fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Maður þarf ekkert að vera dekraður eða frekja til að fá svona. Þvert á móti virkar alls ekki að vera frekja. Maður bara vinnur sér traust foreldra sinna og þá gera þau ýmislegt fyrir mann. Þetta sem þú telur upp er svipað hjá mér. Reyndar er það farið að vera þannig síðustu 2 árin að foreldrar mínir gera ýmislegt fyrir mig, elda alltaf sérstaklega góðan mat þegar ég kem heim og allskonar svoleiðis hluti :) Það er kannski af því ég er aldrei heima hjá mér … Bætt við 6. apríl 2007 - 23:06 Ég...

Re: Páskahugvekja

í Tilveran fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Haha :D Veistu hvaða málshætti ég fékk? “Nýir vendir sópa stjórnarráðið best” og “Setjum bönd á bláa hönd” :D

Re: Næturdýr

í Tilveran fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Já, það getur vel verið.

Re: Vinir ?

í Tilveran fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Ég þekki þetta svo vel! Frændi minn var eitthvað að tala við vinkonu mína og það vissu það ALLIR í ættinni. Þetta er alveg óþolandi. Svo kom vinkona mín einu sinni með kærasta heim (þá 15 ára) og foreldrar okkar í vinahópnum (sem þekkjast vel) töluðu varla um annað í mánuð. Ekkert skrítið að ég tali ekki um svona hluti við neinn í ættinni minni …

Re: Næturdýr

í Tilveran fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Kannski … Samt eru ekki allir svona. Systir mín er ekkert mikið fyrir að vaka lengi og hún er 18 ára …

Re: Næturdýr

í Tilveran fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Einmitt. Það er líka svo óþægilegt að vakna þegar maður hefur sofið of lengi. Samt er svo gott að gera þetta :P

Re: Páskahugvekja

í Tilveran fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Þetta hefur stundum verið gert hjá mér, og það eina sem ég man eftir var þegar endastaðurinn var inní lítilli kompu inní einum veggnum í húsinu mínu (gamalt hús) :) Afmælisgjafir hafa líka stundum verið faldar á sama hátt :) Ég fæ páskaegg nr. 4 frá Nóa Síríus. Ég er líka búin að borða nokkur lítil egg hér og þar og þar af 2 sem Össur Skarphéðinsson gaf mér fyrir utan Bónus í gær eða fyrradag :P Kosningabaráttan komin í gang …

Re: 5 mánuðir Fimmtudaginn þann 5.Apríl

í Rómantík fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Til hamingju! Í gær, 4. apríl, höfðum ég og besta vinkona mín þekkst í 18 ár! :D (Við erum tvíburar og áttum afmæli í gær :P)

Re: Bíómyndir

í Rómantík fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Ég og vinkonur mínar horfðum einu sinni svo oft á Moulin Rouge að við kunnum hana alveg utanað. Svo grét ein vinkona mín alltaf yfir endinum á meðan ég hló að því hvernig Ewan McGregor grét, sem fór alveg hræðilega í taugarnar á henni :P Góðar minningar :P

Re: Déja vu.

í Tilveran fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Oft. Sérstaklega á huga þegar ég skoða þræði um msn. Bætt við 5. apríl 2007 - 12:06 Og hvað kemur Skjár einn þessu við?

Re: Bubbi og blúsinn

í Jazz og blús fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Einmitt. Svo eru nútíma blúsarar alltof ríkir og hafa það of gott. Þeir hafa oft ekkert almennilegt til að syngja um. Það væri hægt að gera fínasta blús úr íslenska veðrinu og fleiru þannig.

Re: Cry..

í Rómantík fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Bann? Er það ekki þar sem öll “tröll” enda?

Re: snapfish

í Tilveran fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Nota picturetrail. Ég hef notað það lengi og þótt ég hafi ekki gert neitt á síðunni minni í ár gerist ekkert :)

Re: Brot

í Tilveran fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Í leikskóla lenti ég í rifrildi við strák sem endaði með því að hann lamdi mig með þoturassi í þumalinn og braut hann. Einu sinni klemmdi ég litlaputtann og held að ég hafi brákast, er samt ekki viss. Allavega skemmdi það liðböndin. Þegar ég var lítil datt ég niður stiga og var lengi með kúlu á viðbeininu, brákaði það líklega. Fór bara einu sinni til læknis af þessum skiptum, þá sagði læknirinn að það væri ekkert að mér en ég fór aftur og þá var ég brotin (á þumlaputta). Hitt greri bara :)

Re: Næturdýr

í Tilveran fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Var í þannig vinnu síðasta sumar. Vann oftast 4-11. En næsta sumar verð ég í fiski frá 6 til 7 (13 tíma á dag) sem er ekki alveg eins gaman :/

Re: fantasia vitra!! Svaraðu þessu!!

í Tilveran fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Í alvöru, hvernig vissirðu?

Re: fantasia vitra!! Svaraðu þessu!!

í Tilveran fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Takk … Stalker?

Re: Bólur

í Heilsa fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Það hefur örugglega verið það. Ég er bara fegin að þurfa ekki svona, er með nógu þurra húð …

Re: Bólur

í Heilsa fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Vinur minn fékk einhver lyf við bólum og hann var víst með svo þurra húð meðan hann var á lyfjunum. Eina sem ég hef heyrt um þetta.

Re: fantasia vitra!! Svaraðu þessu!!

í Tilveran fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Nei, vá. Fantasia fær þráð bara um sig. Hún heppin.

Re: Næturdýr

í Tilveran fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Ég get reyndar verið hress á morgnana, sérstaklega á sumrin þegar ég vakna eldsnemma (kannski 6-7) og það er ennþá pínu svalt. Ég held samt að ég geti það bara úti í sveit, það er eitthvað við sveitina :P

Re: Næturdýr

í Tilveran fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Einmitt. Það er farinn að verða vani hjá mér að sofa frá 3-4 til 2-3 á daginn :S Svo dettur manni líka alltaf eitthvað í hug til að gera á nóttunni, eitthvað almennilegt.

Re: Næturdýr

í Tilveran fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Þá gæti maður spilað hvenær sem maður vildi án þess að trufla neinn!

Re: Næturdýr

í Tilveran fyrir 18 árum, 4 mánuðum
En það er samt eitthvað sem þú getur gert á nóttunni. Annars bara hljóðeinangrað herbergi. Það væri best :D
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok