Ég ætla aðeins að deila með ykkur, þið sem haldið að það sé ekki hægt að hætta borða nammi og byrja að borða hollt.

Ég er 15 ára stelpa sem var 1.62 cm og 59 kg, ég var mjög óánægð með mig, þannig ég ákvað að taka mig á, ég borðaði alltaf bara það sem mig langaði í, fékk mér nammi alltaf eftir skóla og á kvöldi osfrv.
Ég hætti að borða nammi, en leyfði mér það samt á laugardögum, það var mjög erfitt til að byrja með en það tókst, síðan fór ég að borða meira af ávöxtum og skyrum, borðaði mjög lítið af brauðum. Ég hreyfði mig áður ca 3 sinnum í viku í hlaupaíþrótt, ég bætti svo við 3 spinnig tímum í ræktinni.
Á einum mánuði var ég 1.62 cm og 59 kg eins og ég sagði áður og varð 1.62 cm og 55 kg. Ég var mjög ánægð með þetta og sá alveg smá mun á mér.

Langaði bara að deila þessu með ykkur;) vona að þetta hafi hjálpað einhverjum.