Jæja, hér kemur ný umræða. Endilega svarið eins og þið getið til að gleðja stjórnendur :)

Mér líkaði lengi vel mjög illa við Bubba Morthens. Frændi minn dýrkar hann og var alltaf að fá mig til að hlusta á Egó og Utangarðsmenn, sem mér fannst alls ekki spennandi. Það var ekki fyrr en ég heyrði lögin Biðin og Segulstöðvablús sem ég fattaði að það er eitthvað varið í hann.

Um daginn kom svo upp í iTunes á shuffle lag með Bubba sem ég hafði ekkert hlustað á áður - Skeggrótablús (af Blús fyrir Rikka). Ekki nóg með að þetta sé nokkuð flott blúslag heldur er textinn fyndinn :P

Svo fór ég að pæla aðeins í þessu. Ég hef nýlega hlustað á nokkrar íslenskar blúshljómsveitir en mér finnst alltaf vanta eitthvað í þær. Það er allt svo mjúkt hjá þeim. Ég er alls ekki að segja að þessar hljómsveitir séu eitthvað lélegar, það er bara ekki eins mikill blús í þeim og ég myndi vilja. Kannski eru þær bara að spila einhvern blús sem ég fíla minna.

En Bubbi finnst mér vera alvöru blúsari. Hann er ekkert að fara fínt í þetta og svo eru lögin hans um eitthvað almennilegt. T.d. er Biðin um einhverja verkalýðsbaráttu og hann flutti þetta víst upphaflega í einhverjum sjónvarpsþætti til að niðurlægja einhvern stjórnmálamann.

Verst að hann gerði ekki mikið af þessum blúslögum, allavega hef ég heyrt frekar fá. Þó gætu leynst einhver lög á einhverjum af diskunum hans. Ef þið hafið ekki heyrt þessi sem ég nefni hérna mæli ég með því að þið kíkið á þau.