Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

dha
dha Notandi frá fornöld 36 ára kvenmaður
1.508 stig

Re: 7?

í Skóli fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Það fer eftir manneskjum. Fyrir mér væri þetta léleg einkunn því ég hef ekki fengið lægra en 8 í 2 ár (síðan ég byrjaði í framhaldsskóla) en fyrir flesta er þetta ágæt einkunn :)

Re: tilhneging?

í Tilveran fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Oft á dag. Ég vinn í frystihúsi og á það til að fá lög á heilann í leiðindum mínum. Þá verð ég bara að hlusta á það lag sem ég er með á heilanum :P

Re: Uppáhalds lag

í Gullöldin fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Það er af Queen II ef það hjálpar eitthvað … Mæli samt með því að hlusta á plötuna í heild, hún er frábær. Bætt við 20. maí 2007 - 23:59 Þetta er samt eiginlega meira fyrir þá sem eru að fíla Queen mikið, ekki margir byrjendur sem fíla þessa plötu. En fyrst þú nefnir Queen lag grunar mig að þú sért enginn byrjandi í Queen :P

Re: Uppáhalds lag

í Gullöldin fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Ég get ekki svarað þessu. En ég get sagt það fyrsta sem kemur upp í hugann, án þess að vera viss um að það sé það besta. Verð að segja Your Time Is Gonna Come með Led Zeppelin því ég var að fatta hvað byrjunin á því er geðveik!

Re: 50% fall í íslensku !! :O

í Skóli fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Reyndar. En mér finnst samt að fólk ætti að fá að klára. Reyndar er ég bara einfaldlega á móti stórum prófum …

Re: Dramað á heimavistinni

í Rómantík fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Það hlaut að vera. Ég ætlaði að fara bara eina önn en fann ekki neitt sem ég vildi sem var eina önn svo ég breytti aðeins til og tek mér auka ár í þetta :) Ég fór til námsráðgjafa og fékk link á síðu fyrir lýðháskóla á öllum norðurlöndunum. Ég komst þaðan á síðu fyrir alla skólana í Svíþjóð. Verst að þar er allt á sænsku og þótt ég geti lesið bækur á sænsku er frekar erfitt að skilja öll “skólaorðin” :P Kannski ég sendi bara einhverjum e-mail og spyr … Líka góð hugmynd að tala við...

Re: Spurning um IDoser

í Tilveran fyrir 18 árum, 2 mánuðum
En hversu mikið af þessu er að hafa áhrif og hversu mikið er bara “ímyndun” (semsagt líkaminn að búa til vímu). Það er nefnilega margt sem líkaminn getur gert sér upp …

Re: fitna, einhver ráð?

í Heilsa fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Sumir brenna bara of hratt. Einn vinur minn borðar endalaust en það er eins og maturinn hverfi (ég segi oft að hann sé með svarthol í maganum :P). Ég þekki líka stelpu sem var eins og þú. Hún reyndi eins og hún gat að fitna en var alltaf mjó. Svo fór hún út sem skiptinemi og fitnaði (og varð þá bara eðlileg). Ég veit því miður ekki hvað hún gerði …

Re: Pör eiga ekki að vinna saman!!

í Tilveran fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Haha :D

Re: er eitthvað vit í þessu?

í Skóli fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Það er mismunandi hvað fólki finnst. Ég passaði alltaf að sofa vel fyrir próf en ég er gjörn á að vaka lengi (andvaka) svo það virkar aldrei og ég er alltaf þreytt. Síðustu 2 annir hef ég svo prófað að vaka frameftir og læra kl. 6 um morgun fyrir próf og mér hefur aldrei gengið jafn vel í prófunum :) Ég komst að því að ég einbeiti mér betur þegar ég er þreytt. En ég hef ekki heyrt um marga sem finnst þetta þægilegt og svo virkar þetta ekki lengi. Maður verður alveg uppgefinn eftir nokkra...

Re: Spurning um IDoser

í Tilveran fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Virkar eins og placebo eða lyfleysa, er það ekki?

Re: Pör eiga ekki að vinna saman!!

í Tilveran fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Kóngulær eru ekkert slæmar :O Við fáum ókeypis mat sem er tilbúinn þegar við komum í pásu svo það er í lagi að vera frekar stutt :)

Re: Glamrocker tjáir sig um ýmislegt tengt Eurovision 2007

í Söngvakeppnir fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Mér finnst að xD og xS ættu að vera í stjórn (ef þeir geta) því það nær til flestra á landinu og ég vil líka jafnvægi … En annars hef ég lítið vit á pólitík …

Re: Dramað á heimavistinni

í Rómantík fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Veistu eitthvað hvernig það er þegar maður fer ekki í skóla sem er með sérstakt fyrir útlendinga? Ég lærði nefnielga heilmikið um lýðháskóla í dönsku 203 (já, ég var að fylgjast með :P) en það var allt svipað og þú ert að tala um. Ég er að leita mér að lýðháksóla í Svíþjóð og ætla helst að fara í einhvern sem er mest Svíar því ég ætla að fara til að læra sænsku. Ég veit bara ekki alveg hvernig þetta virkar :S

Re: Hugi ?

í Tilveran fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Varstu að reyna að tjá þig þarna? :P

Re: Glamrocker tjáir sig um ýmislegt tengt Eurovision 2007

í Söngvakeppnir fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Ertu ekki að fylgjast með? Hún er “fallin” :) (eða hvað sem þetta kallast, Framsóknarflokkurinn verður allavega ekki í stjórn). Af hverju “sem betur fer”? Má ekki koma smá nýtt blóð í stjórnir landsins? Fyrir utan það að það hefði eiginlega verið rangt að leyfa Framsókn að vera áfram, þeir töpuðu svo illa í kosningunum!

Re: Söngkeppni framhaldsskólanna

í Skóli fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Hehe … Viltu koma í mont-keppni um tónlist?

Re: afnema samræmdpróf...??

í Skóli fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Uhm … Ég er ekki í grunnskóla. Ég veit vel að háskólapróf eru mikið erfiðari. En þegar maður er að taka samræmdu finnst manni þetta alveg nógu erfitt. Þegar maður er í framhaldsskóla finnst manni lokaprófin erfið. Það er bara eðlilegt. Hvað ertu að læra í háskóla? Ég veit vel hvað stress er og kann vel að nota það. Hjálpaði mér að fá 10 úr bæði STÆ 203 og 403 og fleiri áföngum :) En kvíði er ekki það sama. Ég er að tala um blackout í prófum sem er að fella marga.

Re: Hinn fullkomni glæpur

í Tilveran fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Hahahaha :D

Re: Áttu svolítið til að selja mér?

í Tilveran fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Mitt virkar fyrir nánast allar tölvur. Allavega allar þessar algengu og slatti í viðbót :)

Re: Fermingarpróf!

í Tilveran fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Var það? Ég man ekki eftir honum :S

Re: Pör eiga ekki að vinna saman!!

í Tilveran fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Hjá okkur eru bara mátulega mikið af pásum. Það er eiginlega fullkomið :) Nema ég myndi vilja lengri hádegismat (við tökum alltaf 20 mín. pásur, líka í hádeginu)

Re: Pör eiga ekki að vinna saman!!

í Tilveran fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Sumir fara inn á lager að “taka til” en sumir einfaldlega stara á kassann í klukkutíma án þess að gera neitt. Já, ég hef séð allar leiðirnar til að fá sér auka pásu og það allt hjá einum manni! Það er ekki hægt í vinnunni minni núna. Maður fær bara 20 mín pásu á 2 klst. fresti og á milli er það bara stanslaus vinna.

Re: Pör eiga ekki að vinna saman!!

í Tilveran fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Ég þoli einfaldlega ekki pör sem geta ekki verið án hvors annars, sérstaklega af því ég hef misst bestu vini mína þannig … Ég skil alveg þegar fólk er nýbyrjað saman, en eftir 6 mánuði ætti það að fara að skána!

Re: Stoppa tímann... hvað mundu þið gera?

í Tilveran fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Ég myndi stoppa tímann um 11-leytið á morgun og fara að sofa :) Þá er nefnilega hálfnuð vinnan hjá mér (ég byrja kl. 6) og ég er svoooo þreytt :/ Bætt við 18. maí 2007 - 17:48 Svo væri líka ágætt að stela smá úr vinnunni :) Við erum aðallega að pakka og flokka humar, sem er æðislegur matur!
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok