Fyrir suma er borgaraleg ferming eins og að verða fullorðinn. Athöfn til að fagna því að maður sé orðinn unglingur, eða eitthvað þannig. Mér er eiginelga sama. Borgaralegar fermingar trufla mig ekki mikið.
Þegar það eru 14 ára og 18 ára finnst mér það ekkert sniðugt. 15 og 19 er skárra, 16 og 20 skárra og þegar það er komið upp í 18 og 22 skiptir það ekki miklu máli. Það er bara þessi aldur, krakkar á fermingaraldri eiga bara að vera með krökkum á fermingaraldri, að mínu mati. En þarna er ég auðvitað að tala um “meðal”-fólk. Fólk getur verið mjög mismunandi og það getur verið eðlilegt hjá sumum að vera 14 og 18 saman. Það er samt ekki algengt.
Síðan ég tók til er ég nánast bara með uppáhaldið mitt á iTunes (sirka top 200) svo ég heyri eiginlega alltaf eitthvað sem ég þekki :) En samt er svo margt sem kemur aldrei í Shuffle meðan sumt kemur aftur og aftur. Á tímabili leið mér eins og lagið Michelle með Bítlunum væri að ofsækja mig :P
Þetta er svona u.þ.b. allt sem ég hlusta á úr klassík :) Nema mætti kannski bæta við Tchaikovsky (er ekki alveg búin að læra að skrifa það þannig að það gæti leynst villa í nafninu :P). Fyrst þegar ég fékk áhuga á klassískri tónlist hlustaði ég á Pétur Gaut eftir Grieg. Síðustu árin er ég búin að umgangast mikið píanóleikara sem hlustar á klassík og hann hlustar auðvitað Chopin og Debussy :) Síðan er það Hnotubrjóturinn sem er í miklu uppáhaldi :)
Ég fíla það eiginlega ekki. Þess vegna segi ég að það á ekki að taka mark á þessu. T.d. var Great Gig In The Sky alltaf efst þangað til ég tók til og eyddi öllu úr iTunes. Lost For Words er heldur ekki eitthvað sem ég hlusta sérstaklega oft á svo ég giska á að þetta séu bara þessi lög sem koma oft í shuffle (það er eins og iTunes velji einhver lög og spili þau aftur og aftur) Bætt við 22. maí 2007 - 18:09 Svo vantar reyndar lög eins og Atom Heart Mother, Echoes og Shine On You Crazy Diamond...
Ég er svo tóm einmitt núna … Kýrnar hjá frænda mínum heita alltaf eftir einhverju svipuðu og mæðurnar, t.d. átti ég eina sem hét Eik og hún átti Furu og Elri. Skrúfa átti nautið Nagla og Glóð átti Geisla.
Hey You - Pink Floyd Gymnopédie no. 1 - Erik Satie Tveir vinir - Baggalútur Gnossienne no. 1 - Erik Satie This song will save the world - Dikta Ísland ég elska þig - Baggalútur Vina komdu heim með mér - Baggalútur Skeggrótarblús - Bubbi Morthens Lost For Words - Pink Floyd The Flecher Memorial Home - Pink Floyd Þessi listi segir nákvæmlega ekkert. Ég er svo nýlega búin að laga til í tölvunni minni og þá eyddist allt úr iTunes. Svo er mikið af þessu eitthvað sem hefur komið á shuffle þegar ég...
Vá, ég gæti nærri því sagt það sama. Ég get hlustað á þetta lag stanslaust tímunum saman, sérstaklega ef ég er að læra :) Alltaf jafn flott, sama hversu oft maður hlustar á það!
Ég var líka ekki að svara þér :) Þú hljómar eins og systir mín fyrir sirka ári síðan. Hún er algjör Queen aðdáandi þótt hún hafi róast aðeins :P Bætt við 22. maí 2007 - 17:44 Ég hefði reyndar giskað að þú værir Queen aðdáandi fyrst þú segir að FFMS sé uppáhaldið þitt :)
Ég er að meina að “bjarga mætingunni” þegar krakkar eru að fara niður fyrir lágmarkið. Hverjum er ekki sama um einkunn í skólasókn? Við fáum hvort sem er ekki einingu fyrir það …
Macro. Mér er alveg sama hvernig en mig langar í macro :) Þín hugmynd er líka ágæt, ég get notað macro í það :) Bætt við 21. maí 2007 - 20:40 Þótt ég sé mikið fyrir photoshop er ég alveg til í að prófa þetta :) Það væri skemmtileg tilbreyting.
Þetta er svo skemmtilega gömul mynd og hentar myndefninu fullkomlega. Noisið er flott og fókusinn líka. Ég hefði samt viljað sjá þessa í sepia frekar en b&w
Það var líka þannig hjá mér :) Reyndar var síðasti prófdagur 13. maí og ég var löngu komin með flestar einkunnir, sumar rétt eftir prófið :) Reyndar ekki eins með mætinguna. En það er alltaf hægt að bjarga öllu, maður kemur bara með nógu góða afsökun :P
Við erum löngu búin að fá einkunnir :) Það kláruðu líka flestir prófin 10.-11. maí. Ég fékk 9 í ÍSL 403, SAG 203, STÆ 313, EFN 103, EÐL 203 og skólasókn og svo fékk ég 10 í STÆ 403, FRA 303 og ÍÞR 211 :D
Svona heilsukoddi er það versta sem ég hef lent í. Þeir eru lagaðir að hausnum á ákveðinni manneskju, sem er oftast mikið stærri en ég. Ég næ aldrei með hausinn á þann stað sem hann á að vera nema ég sé með hálsinn í afar óeðlilegri stellingu en annars ligg ég með hausinn á þessu sem á að vera fyrir hálsinn, sem er ekki mikið skárra.
Ég var alltaf aðal-nördinn í bekknum, samt var aldrei minnst á það. Ég held að krakkarnir hafi áttað sig á því seinustu bekkina í grunnskóla en þá vorum við komin á þann aldur að við áttuðum okkur á því að háar einkunnir voru kúl :) Svo fór ég í framhaldsskóla og komst inn í nörda-vinahóp. Ég er ekki mesti nördinn og það er líka öllum hálf-sama :)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..