Já, pör eiga sko alls ekki að vinna saman!

Ok, það eru kannski einhver pör úti á landi sem geta unnið á sama vinnustaðnum ef þau eru ekki í tíma og ótíma að krækja í hálskirtla hvors annars. :@ Það er eitthvað sem fer í taugarnar á mér!

Þetta ákveðna par sem ég er að tala um, neitar að mæta í vinnu aukalega nema að þau séu sett á sömu vakt. Annars eru þau alltaf á sömu vöktum. Hvað er eiginlega málið! Er ekki hægt að vera án hvors annars í 4-8 tíma yfir einn fokking dag!

Já, þeim finnast einmitt ógurlega gaman að fela sig inn á kaffistofu eða í lagernum, þegar maður þarf annað þeirra á kassa. Óþolandi.. Ok, ég skil hvernig er að vera ástfangin og geta ekki verið án kærasta míns og njaríjnarínjar.. EN, það er allt í lagi að stunda vinnuna sína vel eins og annað fólk! Einkalífið á heima í svefnherberginu, ekki í vinnunni!!

Fór til dæmis inn á lager í dag til að ná í eitthvað spes grænmeti fyrir einhvern kúnnan, þegar ég sé þau þarna út í horni. Ég spyr þau hvort að þau eigi ekki að vera að vinna og spurði stelpuna hvort að hún ætti ekki að vera annars staðar, þá hreytti hún í mig:
,,Skomm, Lalli minn er að fara heim núna eftir 5 mínútur og ég verð bara að fá að knúsa hann, afþví að ég á ekki eftir að sjá hann fyrr en eftir 4 tíma!"
Mig langaði til að garga á þetta gelgjukvikindi! Sagði henni samt að drífa sig á sinn stað áður en yfirmaðurinn myndi sjá þau.

Hvernig er hægt að stunda vinnu af fullum krafti þegar stór partur af vinnudeginum fer í að stía þeim í sundur??


Ég varð hreinlega að koma þessu frá mér.