Hæhæ
Mig langar aðeins að skrifa um dramað á heimavistinni minni sem ég er á úti í Danmörku, bara svona uppá funnið;) Er frekar langt og jafnvel langdregið, en ef þið hafði ekkert að gera þá mæli ég með að lesa þetta.

Ég er s.s. í lýðháskóla í Dk og er á heimavist og heimavistin mín skiptist í 3 eldhús. Það er eru um 60 nemendur í skólanum en aðeins 7 strákar og 3 af þeim eru útlenskir. En einn af þessum dönsku strákum er alveg yfir sig ástfanginn af mér:$

Í byrjuninni á skólanum þá var ég mikið inn í öllu slúðrinu. Ég vissi hverri þessi strákur var hrifinn af fyrst og það var herbergisfélaginn minn sem er btw alveg ótrúlega falleg og fallegasta manneskjan í skólanum og ein af fallegustu stelpum sem ég hef augum litið svo ég skildi hann vel, en á hinn bóginn vissi ég að hann ætti aldrei sjéns í hana. Þessi strákur er alveg ótrúlega góður og skemmtilegur en hann hefur ekki alveg útlitið með sér. Ekki þannig að hann er eitthvað ljótur í framan, hann er bara svo rosalega horaður og illa vaxinn… eiginlega hommalegur og hefur áhuga á frekar svona.. hommalegri tónlist.. Backstreet boys og er já, stór Blue fan.

Hann á 2 bestu vinkonur í skólanum. Þau kynntust öll í skólanum. Fyrst þá gat maður augljósalega séð að þær báðar voru yfir sig hrifnar af honum. Svona einum mánuði eða tvem seinna þá fer ég að taka eftir því að hann er mikið að reyna við mig. Hann er að stríða mér mikið, gera hluti til að fá athygli mína og svo eitt kvöldið þegar við erum öll frekar full þá sitjum við saman undir teppi og hann er að strjúka hendina mína. Svo næsta dag þá vill hann mikið sitja hliðina á mér og horfa á sjónvarpið eða eitthvað. Það var rosalega erfitt að reyna að fá að tala við hann í friði því þessar 2 stelpur voru alltaf þar. Svo ég ákvað að bíða langt fram á nótt þegar stelpurnar loksins fara að sofa og þá ákvað ég bara að spyrja hann hreint út, hvað er í gangi? Er hann hrifinn af mér, eða er hann bara svona close manneskja sem er svona líka við 2 vinkonur sínar? Hann sagði að hann væri hrifinn af mér… reyndar mjög hrifinn af mér og væri alls ekki svona við hinar stelpurnar. Það var svolítið erfitt því ég þurfti að segja honum að ég væri að spá í einum strák heima og langaði að sjá hvað myndi gerast þegar ég kæmi heim í páskafríinu (ætti að fara heim í páskafríinu og fara svo aftur til dk).

En það stoppaði hann ekki, hann hélt áfram að reyna við mig. Svo fórum við á djammið og við kysstumst. Mig langaði ekki að vera nýjasta slúðrið í skólanum mínum þar sem allt fór á milli manna á 3 sekúndum. Þannig að við reyndum að fela það en nei, daginn eftir spyr ein besta vinkona mín hvað í fjandanum væri í gangi. Ég vissi ekki einu sinni sjálf hvað væri í gangi!
Við kysstumst eitthvað aftur eftir þetta kvöld en ég sagði samt við hann að mig langaði að bíða. Síðan eitt kvöldið þá ætlar hann að kyssa mig fyrir framan alla og ég sný mér undan. Það verður til þess að við spjöllum aðeins saman. Hann sagði að honum hefur aldrei liðið svona um manneskju áður eins og honum líður með mig, að hann sé bara búinn að missa matalystina og að hann héldi að hann væri ástfanginn af mér. Ég fékk smá sjokk vegna þess ég var nú þegar búin að vera með hausverki yfir þessu, að hann færi að bæta ofan á þetta allt saman að hann sé ástfanginn. Ég var ótrúlega reið og ég sagði við hann að ég gæti ekki trúað því að hann hafi sagt mér þetta þegar allt er svona flókið á milli okkar. Ég held ég hafi aldrei á ævi minni sært manneskju jafn mikið því á tímapunkti hélt ég að hann ætlaði að fara að gráta og mér leið ótrúlega illa…

Svo fór ég heim í páskafríinu. Ég hitti strákinn heima nokkrum sinnum en það varð ekki mikið úr því. Allavega langt frá því sem ég vonaði. Það var eiginlega bara feimni í okkur báðum og ég sé pínu eftir því. Síðan fór ég aftur til DK. Þá fór ég að líta öðruvísi á hlutina. Að það væri kannski allt í lagi að prufa að vera í sambandi með honum, því það myndi hvorteðer vera búið þegar ég kem heim.

Ég hafði tekið eftir sumum merkjum að hann væri ennþá mjög hrifinn af mér þegar ég kom til baka. Sem dæmi má nefna að á einum tímapunkti áður en ég fór heim þá var ég eitthvað nett dónaleg, ég sagði við hann að hann væri svo mjór og hann sagði bara ég veit, og ég sagði að hann gæti klætt það af sér með því að t.d. klæðast víðari buxum eða eitthvað þannig. Svo þegar ég kem aftur til baka þá hafði hann keypt sér full af nýjum fötum, og í raunninni ekki átt pening fyrir Ítalíuferðinni sem að skólinn var að fara í. Mér leið aftur mjög illa yfir því að hafa látið þetta útúr mér. Hefði aldrei sagt þetta ef ég hefði vitað að hann væri líklegur til þess að breyta alveg fataskápnum sínum og eyða öllum peningnum sínum.

En í Ítalíuferðinni ákvað ég að taka af skarið. Þegar við vorum að djamma ákvað ég að taka hann afsíðis og kyssti hann, en ég var reyndar mjög full. Ég spurði hann hvort hann vildi ekki reyna samband en mig langaði helst til að reyna að halda því leyndu því enn og aftur, þá vil ég ekki vera nýjasta slúðrið og vil ekki vera að útskýra það alltaf fyrir öllum hvað er í gangi þegar við værum í rauninni bara að experimenta. (Raunin er þannig að þegar það er verið að slúðra um okkur þá er ég alltaf spurð allra spurninga en hann alltaf látinn í friði). En einn strákur sá okkur vera að spjalla/kyssast og sagði öllum og já auðvitað fékk ég engan frið, var alltaf verið að spyrja mig hvað væri í gangi á milli mín og hans. En á sama tíma þá átti ég enn við þetta vandamál að stríða að ég fékk aldrei neinn frið með honum ein. Það gerðist EKKI NEITT á milli okkar. Ég varð nett reið og pirruð og missti áhugann. Svo loksins fengum við 5 mín ein og ákváðum við að spjalla saman en bara um það að við þyrftum að tala saman, en þurfti að bíða aftur til að ákveða stað og tíma. Svo loks gátum við það. Ég vildi að í þetta sinn myndi hann byrja fyrst að segja mér hvað honum finnst og hvað hann væri að hugsa en hann gat það ekki. Svo ég ákvað að byrja. Ég sagði við hann að ég væri nett pirruð á því að ekkert hafði verið að gerast á milli okkar þegar við vorum búin að ákveða að reyna og leiðinlegt að hann væri alltaf með stelpunum svo ég fékk aldrei að vera með honum ein. Hann nefndi það að ég hefði viljað halda þessu leyndu og ég sagði, já en þú vissir samt að allir vissu þetta hvort eð er. Ég sagði við hann að ég væri búin að missa áhugann og þætti það vera of seint að vera að reyna eitthvað núna þegar það væri einn og hálfur mánuður eftir af skólanum. Hann var mjög sár og mér fannst aftur þarna eins og hann væri með tárin í augunum. Hann varð alveg orðlaus og þetta var mjög erfitt og hann sagði svo bara að honum virkilega langaði að reyna.

Í gærkvöldi var ég að djamma þegar ég fékk alveg ótrúlega miklar upplýsingar. Ég var að spjalla við aðra af bestu vinkonum hans. Ég vissi að hún vissi margt um hvað hefði gerst á milli okkar en á sama tíma vissi ég að þau tala aldrei um svona mál. Ég sagði henni allt hvað hefði verið í gangi á milli okkar og vini hennar og líka frá stráknum heima og hún sagði að hún gat séð það að hann væri hrifinn af mér og viðurkenndi það fyrir mér að hún hafði verið hrifin af honum. En í dag lítur hún á hann sem ekkert nema vin. Hún meirað segja sagði mér að hún hataði mig á tímabili því hún var svo öfundsjúk. Ég sagði við hana að ég hefði ekki tekið eftir því og hún sagði að í hvert einasta skipti sem að ég kom inn í eldhúsið þeirra þá fór hún. Ég man ég var að pæla í þessu. Hún sagði að hún hefur áhyggjur af þessu með hina vinkonuna því þau smella betur saman, hvort hún gæti nokkurntíman verið með þeim ef að þau myndu byrja saman.Hún veit ekkert um hana hvað hún er að hugsa því hún segir heldur aldrei neitt.
Svo sé ég eina af bestu vinkonum mínum einmitt á trúnó með hinni vinkonunni. Ég ákvað að tala við hana og langði að segja henni frá þessu sem hin sagði mér en hún elti mig útum allt og vildi greinilega ekki að ég segði neinum. Hún hefur greinilega orðið hrædd um leið og hún hafði opnað munninn. Ég var að hlaupa upp stigann á leiðinni í eldhúsið mitt þegar ég sá hana hlaupa á eftir mér svo ég flýtti mér bara inn í herbergi. Þá kom besta vinkona mín loks til mín og við spjölluðum saman inn í herbergi. Hún sagði mér að hin vinkonan hefði sagt að hún vissi hvað hafði verið í gangi á milli mín og stráksins og bara séð það en hann á rosalega erfitt með sjálfan sig. Honum líður alveg ótrúlega illa með útlitið sitt og þær vita ekki hvort það hafi með mig að gera eða hvort þetta var svona áður en halda að þetta hafi verið svona áður. Mér fannst ótrúlega leiðinlegt að heyra þetta. Vá.. hef ég sært hann virkilega illa þrisvar sinnum?? Ég get alveg sagt ykkur það að það er mjög erfitt að valda ástarsorg, þó ég veit að það er ekki jafnt vont og að lenda í ástarsorg. Vinkona hans sagði líka að þær hefðu reynt að gefa okkur næði en hann einhvernvegin hafði ekki viljað það og hefður það örugglega verið vegna þess að ég hafi verið með einhver hindrunarmerki svo hann hafði ekki þorað eða viljað vera einn með mér. Ég held að hin vinkona hans hafi líka verið svona hrifin af honum á tímabili en lítur á hann núna sem bara vin. En ég veit ekki hvað gerist eftir að skólinn er búinn, þá kannski fyrst fara þær að slást um hann, ég veit ekki:S

Svona er dramað í skólanum mínum, verði ykkur að góðu.