Skemmtilegur tími :) Bekkurinn minn (10. bekkur þá) ákvað að missa ekki of mikið úr fyrir samræmdu svo við hittumst alltaf og lærðum saman (þótt við hefðum reyndar eytt mestum tíma í að borða og tala saman :P).
Er “flauta” bara venjuleg blokkflauta? Ég hélt að þverflauta væri þessi venjulega “flauta” :P (Allavega hefur það verið þannig þau 11 ár sem ég hef spilað á flautu) :) Ættir að finna eitthvað í google um recorder. Annars er mjög auðvelt að læra á þetta ef maður kann á önnur hljóðfæri. Ég hef lært á þetta 4-5 sinnum á ævinni fyrir ýmis tilefni en gleymi því alltaf aftur :/ (þ.e. fingrasetningunni).
Mig langar í Wish You Were Here! The Wall er eina þarna sem ég “á” (eða foreldrar mínir). Elska hana því þetta var ein af þeim plötum sem ég hlustaði á áður en við fengum okkur geislaspilara :) (Og núna líður mér eins og ég sé gömul …)
Ekki alveg sama á saxófón og þverflautu, en samt mjög líkt. Allavega er sama “kerfi” fyrir þverflautu, saxófón og blokkflautu en hækkuðu og lækkuðu tónarnir eru mismunandi … Eða eitthvað þannig :P Klarinett er hinsvegar allt öðruvísi, held ég. Ég get allavega spilað á saxófón en ekki klarinett (Ég spila á þverflautu)
Óheppin. Hjá okkur er svona “þurrt brauð og sveitt álegg” en líka allskonar gott :) Margt eins og í bakaríum, t.d. naanbrauð, og svo er eiginlega alltaf góð súpa :)
Ég ætla líka í átak. Er að vinna 10 tíma á dag og fæ ókeypis (oftast hollan) mat í vinnunni svo þetta er ekki svo mikið mál. Síðasta sumar var ég að vinna í sjoppu og át nógu mikið nammi fyrir næstu ár :P
Mmmmmm … Herbalife nammið er gott :) Besta við það er að það er gott á bragðið án þess að manni verði illt í maganum. Samt … Nei, takk. Ég á ekki efni á svona og bananar eru bæði mikið ódýrari og auðveldara að fá þá útí búð :) Ég hef samt alveg trú á þessu því ég hef heyrt um fólk sem grennist á þessu. Mig bara vantar ekkert svona :)
Ég drekk mismunandi mikla mjólk eftir því hvar ég er og hvaðan mjólkin er. Mér er illa við mjólk í fernum en í mötuneytinu sem ég er í á veturna er svona “belja” (vél sem er stór mjólkurkassi í, get ekki útskýrt en þetta er í mörgum skólum) og mér finnst mjólkin úr því góð. Þess vegna er ég alltaf með kalkbletti á veturna en ekki á sumrin. Það getur ekki verið að það sé kalkskortur, heldur frekar öfugt.
C-vítamín bættur? Er það eitthvað annað en venjulegur sólhattur. Mér finnst þetta bragðast eins og gamalt gras eða eitthvað, ekki mjög gott allavega. En C-vítamín freyðitöflurnar eru góðar :)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..