Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

dha
dha Notandi frá fornöld 36 ára kvenmaður
1.508 stig

Re: Smá prufa í nýju tölvuni

í Ljósmyndun fyrir 18 árum, 2 mánuðum
PhotoBooth klikkar ekki ;) Það er hægt að leika sér endalaust með þessa effecta. T.d. að gera andlitið á sér klesst :P

Re: Saxófónninn minn :)

í Ljósmyndun fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Úh, lúðrasveit! Hefurðu verið í LÆ? Eða eru Akureyringar ekki mikið í því?

Re: Saxófónninn minn :)

í Ljósmyndun fyrir 18 árum, 2 mánuðum
SÍSL mót? Er ekki næsta mót á Hornafirði? Allavega hélt ég það (það er gamla lúðrasveitin mín).

Re: Geit

í Ljósmyndun fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Haha :D Ég var smá stund að fatta af hverju hann er svona skrítinn í framan :P Af hverju hefurðu hana í svarthvítu? Það er líf í henni, sem deyr einhvernveginn í svarthvítu. Það ættu að vera litir í þessu :)

Re: Gamla húsið

í Ljósmyndun fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Þessi er flott! Skemmtilegt atmosphere :) (hvernig get ég sagt þetta á íslensku?) Ég væri reyndar til í að sjá hana í svarthvítu eða sepia, bara af því það er smá noise (sem væri þá hægt að ýkja) og hún er svo gamaldags :)

Re: Himininn

í Ljósmyndun fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Fyrirgefðu, ég vil ekki vera leiðinleg, en ég verð að segja eitt. Ég hef aldrei séð þig segja bara “flott mynd” eða aðra jákvæða gagnrýni án þess að setja út á eitthvað, þó það sé lítið smáatriði. Ég held að margir, sérstaklega byrjendur, hefðu alveg gott af því að fá smá hrós :)

Re: Himininn

í Ljósmyndun fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Aðeins meiri birta og þá væri þetta betra. Mér finnst samt flott skýin. Það er hægt að taka fullt af skýjamyndum og þær geta komið mismunandi út. Eins og einhver sagði fyrir ofan hefði hver sem er getað tekið þetta, en hún er samt flott fyrir því :)

Re: Laufblað

í Ljósmyndun fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Droparnir eru æðislegir! Mér finnst reyndar of mikið grænt og viðfangsefnið skera sig of lítið úr, hefði eiginlega átt að vera í fókus meðan hin væru úr fókus. En þú getur víst ekki gert mikið í því :) Samt er græni liturinn flottur!

Re: Einfaldleikinn

í Ljósmyndun fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Það er svona birta í kringum sem ég lærði um daginn hvað heitir … Hvað var það aftur? Allavega, mér finnst það skemma myndina. Annars skemmtilegt, ég fíla einfaldar myndir og sérstaklega skuggamyndir (e. silhouette) :) Bætt við 29. maí 2007 - 22:54 Eða varstu kannski að klippa bakgrunninn út? Ég kannast við að sjá engan mun á litum í einni tölvu en mikinn mun í annarri (þá oftast meiri mun í fartölvu, eða þannig skjá)

Re: Út um gluggann

í Ljósmyndun fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Minnir mig á þessa mynd systur minnar: http://www.flickr.com/photos/grapefruit313/454606106/ Nema þín er flottari :) Ég fíla líka fulginn. Bætt við 29. maí 2007 - 22:50 Samt sammála með rammann. Sumar myndir eru þannig að það þarf ramma, aðrar ekki.

Re: iPod

í Tilveran fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Ég ætla að taka þessu sem hrósi … Takk! :)

Re: Tvíburar?

í Tilveran fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Fæstir eru það líkir að það sé ómögulegt að þekkja þá í sundur. Yfirleitt er annar stærri eða öðruvísi í laginu (semsagt áunnin einkenni, ekki erfð) Bætt við 29. maí 2007 - 22:27 Ég meira að segja þekki í sundur tvíburasystur sem ég þekki ekki neitt af því þær eru með mismunandi andlitsfall. Fólk er reyndar ekki allt jafn glöggt á þetta, mér og systur minni hefur verið ruglað saman þótt við séum ólíkari en mörg systkini.

Re: Tvíburar?

í Tilveran fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Nei, þekki nokkra tvíbura en enga sem eru það líkir að það sé hægt að ruglast á þeim. Ég og tvíburasystir mín erum meira að segja það ólíkar að fólk áttar sig ekki alltaf á því að við erum systur (halda oftast að við séum frænkur) :) Bætt við 29. maí 2007 - 22:43 Enginn hérna sem þekkir einn tvíbura? Einhver sem hefur þekkt einn tvíbura í einhvern tíma en sér svo hinn tvíburann? Ég held að það sé frekar skemmtilegt :) (Hefur reyndar komið fyrir mig, ég kynnist fólki og “sýni” því svo...

Re: MSN nafn

í Tilveran fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Einhver að leika sér með accountinn þinn? Bætt við 29. maí 2007 - 22:19 Ég skil þráðinn núna … Kannski nota gæsalappir til að forðast misskilning? Ég er bara með nafnið mitt …

Re: "Upphandlegs-vöðvi"

í Heilsa fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Veistu allt um alla? Hvernig veistu hvaða fólk á huga er örvhent? :O

Re: iPod

í Tilveran fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Samt ekki eins og bíllinn minn. Hann heitir Kormákur :) Svo á ég píanó sem heitir Guttormur og þverflautu sem heitir Díómedes :)

Re: ÉG HATA GSM

í Tilveran fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Þetta er eins og ég. Nema ég tími aldrei að kaupa mér flottan síma heldur kaupi ég ódýrustu og elstu gerðina sem er til :) Nýjasti síminn minn (4. síminn sem ég hef átt) er með útvarpi, og það er það flottasta í honum, en síðasti sími var með myndavél :P

Re: dvd fjarstýring

í Tilveran fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Lélegt …

Re: iPod

í Tilveran fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Það er vinkona mín sem er svona. Hún nefnir alla hlutina sína og marga af mínum hlutum líka :) En ég þurfti að hafa nafn á iPodinum í tölvunni svo ég skrifaði bara það fyrsta sem mér datt í hug :)

Re: iPod

í Tilveran fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Veit ekki. Ég þurfti að skrifa eitthvað nafn (ekki bara my ipod) og þetta var það fyrsta sem mér datt í hug :)

Re: Hvað á ég að kaupa?

í Ljósmyndun fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Ef þú ert algjör byrjandi myndi ég eiginlega ekki fara í Canon eos 350 eða 400 nema þú sért viss um að þú ætlir að nota þetta eitthvað mikið, frekar dýrar vélar. Frekar að fá sér einhverja svona litla og aðeins ódýrari, fer bara eftir því hversu mikið þú ert til í að borga. Ég hef góða reynslu af Canon IXUS en þær eru víst ekki svo góðar í dag (mín var keypt fyrir 2 árum). Ég hef ekki eins góða reynslu af Olympus muj 700 en það eru víst ekki allir sem hafa jafn slæma reynslu af þessu. Ég...

Re: Saxófónninn minn :)

í Ljósmyndun fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Ótrúlega flott :)

Re: dvd fjarstýring

í Tilveran fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Þú getur reynt að kaupa svona fjarstýringu sem getur virkað á allt.

Re: iPod

í Tilveran fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Ég á glænýjann grænan iPod nano sem heitir Hálfdán :) Ég veit ekki með þessa eldgömlu, en gömlu iPod mini eru margir enn í gangi. Ég hef heyrt að þeir endist mjög vel.

Re: ÉG HATA GSM

í Tilveran fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Af hverju passarðu ekki betur upp á símann þinn? Ég hef aldrei heyrt um síma sem eyðileggjast við það að detta “bara” í gólfið. Ég á vin sem lék sér oft að því að henda símanum sínum í loftið (og hann datt auðvitað oft í gólfið) og sá sími lifði marga mánuði. Bætt við 28. maí 2007 - 20:06 Ég hef einu sinni átt Nokia síma og hann eyðilagðist. Flestir sem ég þekki sem eiga Nokia síma hafa skemmt þá útaf einhverju fáránlega litlu.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok