Jebb jebb, nú er komið að því. Það verður farið í átak í sumar.

Ég er nefnilega að vinna í bakaríi og hef verið að gera það með skólanum í vetur…Og fyrir manneskju eins og mig með litla sjálfsstjórn. Ekki svoo hentugur vinnustaður >.<

En núna er sumarfríið byrjað og ég er enn að vinna í bakaríinu. Svo ég ákvað, til að enda ekki sem einhver 200 kg í enda sumarsins, að fara í almennilegt átak í sumar. Taka með nesti í vinnuna og borða hollan mat.
Og svo er ég í vaktavinnu og er því ýmist að vinna fyrir hádegi eða eftir hádegi. Og hef ekkert betra að gera en að fara í ræktina:D

Ég fór á þriðjudaginn og keypti mér mánaðarkort og læt það duga þangað til ég fer til útlanda í júní. Og ég er búin að fara síðustu 3 daga, geggt stolt af mér:D Reyni að leggja áherslu á brennslu og eitthvað að reyna að lyfta:P

Og markmiðið er að losna við amk 6-7 kg.
Allavega, jebb, nú hef ég eitthvað að gera í sumar:D