Ég hef heyrt að þýska sé auðveldust og mér finnst hún ekki virðast mjög erfið. Ég hef reyndar heyrt að málfræðin sé flókin svo það fer líklega eftir því hvort kennarinn leggur áherslu á málfræði eða ekki. Ég er í frönsku, sem á að vera mjög erfið, en málfræðin er þægileg og mér hefur gengið mjög vel. Framburðurinn er samt mjög erfiður og þetta er framandi tungumál þar sem maður getur ekki tengt orðin við neitt sem maður kunni fyrir. Spænska er svipuð, held ég, nema framburðurinn er mikið léttari.