Ég er líka frekar fljót að pikka upp tungumál. Skipti nærri því úr dönsku í norsku á viku í sumar. Ég hef lært 4 tungumál um æfina, íslensku, ensku, dönsku og frönsku, en er hætt í öllu nema íslensku og frönsku (og tek bara frönsku á næstu önn) Ég tala auðvitað íslensku. (Og það yfirleitt alveg ágæta íslensku, held ég. Allavega ef ég vanda mig). Svo er það enskan, sem ég er alveg ágæt í. Ég tala hana ekki beint reiprennandi af því ég hika svo mikið (geri það reyndar aðeins í íslensku líka,...