Sá einhver kastljósið í kvöld? Það var einhver umræða um það hvort draugar á myndum væru ekta eða hvort þetta væru gallaðar eða falsaðar myndir.

http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4301871/2

Fyrst kemur formaður Sálarrannsókafélagsins og það eru sýndar myndir af ljósálfum og draugum sem hann er fullviss um að séu ekta. Svo er talað við mann sem er víst sérfróður í ljósmyndun og hann kemur með rök fyrir því að þetta séu gallar.

Hvað finnst ykkur um þetta. Hvorum trúið þið?

Mér finnst persónulega báðir vera með jafn fjarstæðukenndar skýringar á þessu. Fyrri maðurinn lýsir ljósálfunum á fyrstu myndunum sem verum með vængi, fætur og haus en ég sé bara klessu. Seinni maðurinn bullar eitthvað um galla á stafrænum vélum. Reyndar eru skýringarnar á einhverjum myndum líklegar. En svo er hitt alveg út í hött.

Ég veit alveg hvernig á að “feika” drauga á myndum, hef oft séð það. Og það er mjög einfalt að gera það bara með myndavélinni, án þess að nota photoshop. (T.d. á þessari mynd.) Klessurnar sem eiga víst að vera ljósálfar eru einfaldlega eitthvað ryk eða flygsur sem flassið hefur skinið á (mjög nálægt myndavélinni). Sama er að segja um svokölluð “orb” á myndum, sem eru einfaldlega ryk eða regndropar (eins og á þessari mynd)

Endilega segið ykkar skoðun.