Ég er að fara í MH. Og ég hef heyrt margt gott um þann skóla og hlakka mikið til að fara í hann. En svo hef ég heyrt ýmist um klíkuskiptingar, eitthvað um einhvern Miðgarð og ef maður situr þar er maður útskúfaður (eða öfugt, ef maður situr ekki þar er maður útskúfaður.) Mér skildist allavega á fólki að það væri einhver staður sem maður situr þegar maður étur..

Nú eru þetta reyndar ábendingar frá fólki sem hefur aldrei verið í MH, kannski átt vini þar. Og þessvegna var ég að spekúlera hvort einhver sem er/hefur verið í MH gæti sagt mér hvernig félagslífið virkar þarna, því á kynningunni var voðalega lítið farið út í það (eða missti ég allavega af því..).
Vil bara vita hverju á að búast við.

Með fyrirfram þökk, Propaganda.

(Afsaka líka ef einhver svona þráður hefur verið búinn til, þá hef ég misst af honum líka..)

Bætt við 7. ágúst 2007 - 13:48
EDIT: Með fyrirfram þökk, *Hundam*. Ég heiti víst Hundam núna, haha..
Could I Wham! my Oingo Boingo into your Velvet Underground?