Jah, ég veit að það er erfitt að finna nýjan vinahóp, sérstaklega í grunnskóla. Maður kynnist ekki mörgum nýjum svona seint. Ég átti tvo vinahópa þegar ég var á þessum aldri, annar stakk mig í bakið og hinn eru bara vinir mínir núna :) Þarft náttúrulega ekkert að eiga vini í sama bekk eða sama skóla, ef þú hefur val þ.e.a.s. … En ef þér líður virkilega illa þarna væri ekki endilega verra að skipta um skóla, alltaf hægt að prófa, ef þú getur það.