Aðalástæðan, held ég, fyrir því að fólki líkaði ekki myndin var sú að hún var seld sem einhver drauga-/skrýmsla-/hrollvekjumynd, en síðan var þetta bara drama, með svona undirliggjandi “kannski gerist eitthvað hræðilegt núna”, sem síðan gerðist ekki. Ef myndin hefði verið seld “rétt”, þá hefðu kannski fleirum þótt hún betri - en reyndar hefðu líka færri farið á hana (líklega). Þetta er sem sagt dæmigerð mynd fyrir það að það eru byggðar upp miklar væntingar, sem hún stendur síðan ekki undir...