Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

davido
davido Notandi frá fornöld Karlmaður
50 stig Sambandsstaða: Ekki á lausu
Hefur áhuga á: Konum
0100100100100000011000010110110100100000010001000110000101110110011010010110010000100001

Re: Karlkyn í Útrýmingarhættu!!!

í Deiglan fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Pant fæðast sem síðasti karlinn :D

Re: Ætti að banna áfengi?

í Deiglan fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Það er reyndar bara mjög mismunandi hvernig áfengi leggst í menn. Persónulega finnst mér sjálfsagt að leyfa áfengi og ætti að selja það í 10-11 og Hagkaup eins og aðra neysluvöru. Annars megið þið bara berja höfðinu við steininn eins lengi og þið viljið - það er bara ykkar höfuðverkur ;)

Re: audio codec

í Windows fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Já, ég held ég geti nokkurn veginn fullyrt það.

Re: Nick steal

í Battlefield fyrir 19 árum, 10 mánuðum
PS. Ég er ekki einhvern noobi sem er að sleikja upp 89th klanið. Ég er einhver noobi sem er að sleikja upp ice klanið, en það kemur þessum pósti reyndar ekki við.

Re: Nick steal

í Battlefield fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Hvernig væri nú að slaka bara á :) Þessi nick regla er mjög einföld: “Fyrstir koma, fyrstir fá” og mér sýnist [89th]Tiger hafa komið fyrst. Hann Tiger verður því bara að bíta það súra epli að hafa ekki komist í leikinn til að taka frá nickið sitt, hversu leiðinlegt sem það er - auk þess sem [89th]Tiger er nú ekki ALVEG eins og Tiger ;)

Re: Windows 95

í Windows fyrir 19 árum, 10 mánuðum
ehh… varðandi 1. þá byrjarðu auðvitað á því að athuga hvort þú getur breytt stillingum í BIOS þannig að tölvan booti af CD.

Re: Windows 95

í Windows fyrir 19 árum, 10 mánuðum
2 líklegustu ástæðurnar fyrir þessu hjá þér eru: 1. Tölvan vill ekki/getur ekki bootað af CD. -Ef þetta er málið, þá verðurðu að útvega þér bootable floppy disk og boota af honum. Passa að það sé driver fyrir CD á honum (MSCDEX ef ég man rétt, annars er svo langt síðan maður þurfti að vita þetta). 2. Þú ert með skrifaðan Win95 disk, sem er ekki bootable. -Ef þetta er málið, þá þarftu að útvega þér bootable útgáfu af Win95. Athugaðu samt líka hvort tölvan getur bootað af CD, því annars...

Re: Hello world..

í Forritun fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Ekki gleyma samt “aðal”atriðinu ;) getchar(); (eða cin >> c, ef þú vilt nota það frekar)

Re: Uppsettning á Windows.

í Windows fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Ég held ég sé örugglega ekki að fara með rangt mál, en þú átt að geta hlutað og sniðið beint úr uppsetningunni. ( að hluta (niður) = to partition að sníða = to format )

Re: Barátta samkynhneigðra...

í Deiglan fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Þú ert ekki að skilja þetta. Það skiptir engu máli hvort þú gengur með barnið eða ekki (enda bara konur sem hafa þann möguleika). Það sem skiptir máli er að foreldrarnir elski barnið og geri sitt besta. Í því samhengi skiptir það engu máli hvort viðkomandi er líffræðilegt foreldri eða ekki og þar með skiptir það engu máli hvort foreldrarnir eru sam- eða gagnkynhneigðir. Að mörgu leiti getur það líka bara verið betra að foreldrarnir séu samkynhneigðir. Barnið elst þá allavega upp við það að...

Re: hljóðlaus og allslaus

í Windows fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Get því miður ekki hjálpað þér, en þessi þýðing, “blöndunartæki”, er alger snilld :D

Re: Barátta samkynhneigðra...

í Deiglan fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Því miður, Tómas minn, þá er enginn fæddur í þetta hlutverk. Dæmin um slæma uppalendur (að ekki sé talað um beinlínis misþyrmingar á börnum) eru nógu mörg til að sanna það - og þá er ég að tala um gagnkynhneigða “uppalendur”.

Re: Hello world..

í Forritun fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Þú verður að fara í cmd og keyra forritið þaðan, eða setja stopp í forritið, t.d. með getchar() Prófaðu þetta (c++ forrit). #include <stdio.h> int main() { cout << "Hello world!"; getchar(); }

Re: Siggi_STÓRI

í Battlefield fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Mikið rosalega virðist þú öfunda hann Sigga :O (og þetta er ekki kaldhæðni heldur lítur þetta bara svona út fyrir mér).

Re: Xp home to xp pro

í Windows fyrir 19 árum, 10 mánuðum
NB, þar sem þú ert með upgrade disk, þá þarftu annan Windows disk (t.d. Win98) til að installa XP “clean”. Jú driverar og annað sem þú varst búinn að setja upp á danska kerfinu eyðast út og þú verður að setja þá upp aftur á nýja kerfinu. Ef þú átt þá ekki á disk, þá geturðu örugglega dl. þeim af heimasíðum viðkomandi fyrirtækja, eða jafnvel af http://www.windrivers.com eða http://www.driversguide.com

Re: Nokkur problems..

í Battlefield fyrir 19 árum, 10 mánuðum
1. Google getur örugglega hjálpað þér hér, annars er bara að stilla allt í lowest, þá færðu besta fps :) svo er hægt að bæta inn einu og einu effecti þangað til þú ert kominn með það sem þú er “sáttur” við (getur líka hjálpað að skoða tweaks greinina frá Deadman). 2. Þetta hefur ekkert með nein port að gera (held ég örugglega :Þ ). Eru fleiri að nota þessa nettengingu með þér? 3. Þetta hefur ekkert með serverinn að gera, eins og einhver vildi meina. Það gæti hugsanlega hjálpað að fá sér...

Re: Halló lesið plz

í Deiglan fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Áfengi: Ágæt víma í nokkra klukkutíma og alkóhól er almennt farið úr líkamanum daginn eftir. Hass & Maríúana: Örugglega fín víma í nokkra stund (líklega svipað og með áfengi?) en efnið tekur almennt nokkra daga til mánuð að fara úr líkamanum - sem þýðir væntanlega að menn eru í minni vímu allan þann tíma? Spítt: Mikið “rush” og skemmtileg víma í tiltölulega stuttan tíma. Getur hins vegar dregið menn niður í svartasta þunglyndi þegar það “rennur af manni” (ég hugsaði t.d. mikið um að enda...

Re: Smá spurning?

í Battlefield fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Google er fyrir þig Google er fyrir mig Google er fyrir alla, krakka með hár og kalla með skalla. Google fann þetta fyrir mig: http://forum.pcvsconsole.com/viewthread.php?tid=15922

Re: Your connection to the server has been lost

í Battlefield fyrir 19 árum, 10 mánuðum
nei sénsinn mar, gæti orðið mitt eina stig í roundinu 8|

Re: Hvernig finn ég btnet serverana

í Battlefield fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Hmm… og ætlastu til að fá einhverja hálp eftir að vera búinn að lýsa því yfir að þú nennir ekki að bjarga þér sjálfur?

Re: Sá sem kann c++ á erindi hingað

í Forritun fyrir 19 árum, 10 mánuðum
ofvirki vottajehóviBara til að leiðrétta smá misskilning með þetta :) Þeir heita (eða kalla sig) “Vottar Jehóva”. Það beygjist síðan: nf. Vottar Jehóva þf. Votta Jehóva þgf. Vottum Jehóva ef. Votta Jehóva Einstaklingur getur síðan verið Vottur Jehóva, sem beygjist: nf. Vottur Jehóva þf. Vott Jehóva þgf. Votti Jehóva ef. Votts Jehóva NB. Vottur = Vitni (sbr. Jehovas witness) ;)

Re: Halló lesið plz

í Deiglan fyrir 19 árum, 10 mánuðum
LSD er einfaldlega stórhættulegt efni. Ég veit persónulega um dæmi þar sem maður reif úr sér tennurnar með naglbít af því hann hélt að þær væru ormar sem voru að éta á honum munninn að innan :/ (hans skýring eftirá). Málið með LSD er að það fer rosalega eftir því hvernig þú ert stemmdur þegar þú tekur það. Ef þú ert rosalega glaður þegar þú tekur það inn, þá geturðu upplifað ágætis ofskynjanir, en ef þú ert eitthvað leiður eða jafnvel reiður út af einhverju, þá verða ofskynjanirnar í samræmi...

Re: Halló lesið plz

í Deiglan fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Mæli allavega ekki með að þú prófir það! LSD er ofskynjunarlyf - oft kallað sýra og talað um að droppa sýru (kannski komið eitthvað nýrra orðasamband fyrir þetta í dag?). Já það er rétt að það fer aldrei “alveg” úr líkamanum og algengt að menn sem hafa prófað þetta ungir fái s.k. “flashback” mörgum árum síðar. Þ.e. að þeir endurlifa vímuna og ofskynjarnirnar aftur. Veit svo sem ekki hvernig þetta lítur út í hreinu formi, en veit að þetta hefur stundum verið geymt í límmiðum sem menn gleypa....

Re: Spurning varðandi .GIF

í Windows fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Já og nota bene, ég leitaði eftir þessum leitarorðum: animated gif resize program for windows shareware Þetta gaf mér einhvern lista af linkum, sem þú getur kannski litið betur á svo.

Re: Spurning varðandi .GIF

í Windows fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Ekki hefurðu nú leitað vel ;) Ég fann þetta sem hugsanlegt forrit sem þú gætir notað (hef reyndar ekki skoðað það sjálfur, en það hljómar “promising”) => http://www.pabird.supanet.com/~pabird/freesoftware/brushstrokes/ Ef það er ekki að gera sig, þá er bara að leita betur :)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok