Mexikói er “réttara” og Mexíkani er í raun út í hött - hvaðan komur þessi kani eiginlega? Kannski, ef Mexíkó verður einhverntíma hluti af B.N.A., fer orðið Mexíkani að þýða eitthvað - þ.e. kani frá Mexíkó :) Spánskt er eldra og var einu sinni rétt, en spænskt er hins vegar búið að ná fótfestu í málinu þannig að það er orðið jafngilt í dag. Þannig er hvortveggja rétt, þó ég vilji nú meina að spánskt sé réttara :)