Það er ýmislegt hægt að gera, en ég veit ekki um neinn sem gerir það (þó ég hafi nú reyndar einu sinni séð mann raka sig í strætó). Þess utan má líka líta á það þannig, að sá tími sem þú sparar með því að nota einkabílinn getur þú notað í það sem þér sýnist, s.s. til að læra, svara tölvupósti, nú eða bara vinna aðeins meira og læra þegar þú kemur heim. Það er nefnilega mikill munur á því sem þú getur gert vegna þess að þú hefur tíma til að gera það sem þig langar, eða þess sem þú gerir vegna...