Til hvers vera að halda í þetta gamla hallærismál sem enginn nennir í raun að tala almennilega lengur ? Fyrir utan hvað við erum farin að nota mikið af töku og “slang” orðum þá þarf maður að hugsa sig um hvernig eigi að segja e.h. á réttan hátt. Á maður að segja;“til Sylvíu nóttar eða Sylvíu nætur” ? Og svo eru það landaheitin, Mexikói en ekki Mexikani, á þá ekki að segja Kúbui í stað Kúbani ? Og svo er það Mér langar eða mig langar, þetta er komið út í rugl.

Allir útlendingarnir sem koma hingað geta varla lært þetta mál og við nennum ekki að hjálpa þeim við það og nennum heldur ekki að hlusta á brenglaða íslensku, frekar lélega ensku. Svo gengur okkur svo vel í útrásinni af því að við tölum þokkalega ensku velflest og ef við leggjum bara þess frónlensku af þá bara hljótum við að sigra heiminn eins og hann leggur sig !

Við erum að verða vön að vera ávörpuð “Can I help you” af starfsfólki skindibitastaða, og svo virðast starfsmenn Sorpu sem dæmis að veraða mest útlendingar, sama er að segja um dekkjaverkstæði, þvottahús og hjúrkurnarstofnana ofl. Maður spyr sig hvort Íslendigar séu bara hættir að vinna annarstaðar en í bönkum og fjármálastofnunum, eða bara heima að horfa á sjónvarpið með mest efni á ensku.

En allt þetta sýnir hver tilgangslaust það er að halda í þetta gamla og útjaskaða mál sem var notað af fornmönnum og e.h. sögur skrifaðar á sem engin skilur almennilega lengur nema þá með því að fara í e.g. “kúrs”. Góðar stundir.