Eins og svo oft áður erum við Íslendingar búinir að sigla að feigðarósi í fíkniefnamálunum, meðan það var rólegt í þessu þá töluðum við um hvað þetta væri gott ástand, en gerðum ekkert í því að koma í veg fyrir að þetta kæmi hingað eins og allt sem kemur að lokum frá útlöndum.

Nú virðist loksins orðið ljóst að Litháensk-Rússneska mafían sé að koma sér hér fyrir í innflutningi og sölu á anfetamíni en sem fyrr virðist seint í rassin gripið, það er búið að koma fyrir fjölda þessa flólks hér sem getur séð um endanlega framleiðslu, dreifingu og sölu. Því miður virðast þeir hafa Íslenska dómara með sér í þessu þar sem það er dæmi um sýknudóm við innflutning á efnum (ekki var búið að efnagreina innihald nógu vel, klúður lögreglu í Keflavík) og alveg tekið trúanlega að sá ákjærði kæmi til Íslands til að slappa af ! Þvílíkur brandari, maður frá einu fátækasta landi N-Evrópu fer til eins dýrasta lands Evrópu til að slappa af ! Ég segi bara með dómara eins og þessa held ég að við ættum bara að gefa dópsölu frjálsa hér !

Ég vek athygli á því að við erum með yfir 3000 Pólverja sem varla er minnst á í sambandi við glæpi en til samanburðar eru hér um 500 Litháar og það eru sífelldar fréttir af þeim í sambandi við dópinnflutning, er þetta í lagi ?

Ég hef aðeins haft afspurn af þessu fólki og ég hef komist að þeirr niðurstöðu að þetta sé ein af þessum “skemmdu” þjóðum Evrópu eins og ég tel t.d. Belga vera. (sbr. öll barnanýðinga og morðmálin) Veit ekki hvort það skiptir máli en bæði þessi lönd eru smá og hafa verið skotspónn á átakasvæðum og nokkuð “tætt” í sögunni.