Þegar ég heyrði að það ætti að gera nýja “Friends” þætti, en bara með Joey þá var ég ekkert alltof ánægð, því maður myndi alltaf sakna hinna vinanna. En svo þegar ég fattaði að Estelle gæti verið með í þáttunum tók ég gleði mína á ný. Estelle er ein af þessum litríku, ógleymanlegu snilldar-aukapersónum. Þættirnir væru að mínu mati ekki samir án hennar, rétt eins og Gunther, Janice og Ugly Naked Guy þá er hún ómissandi fyrir þættina. Eins og Friends aðdáendur vita þá er Estelle umboðsmaðurinn...