Lítill strákur var að reyndi að fá hlutverk í skólaleikritinu. Eftir prufuna var honum tilkynnt hvaða hlutverk hann hafði fengið og hljóp heim að segja pabba sínum.

Pabbi hans var mjög stoltur af honum og spurði hann hvaða hlutverk hann hefði fengið.

Hann svara þvi að hann eigi að leika mann sem er búinn að vera giftur í 25 ár.

Pabbi hans óskaði honum til hamingju og sagði: “Já, það er frábært strákur, og næst færðu kannski hlutverk þar sem þú færð að tala!”Pabbinn spurði son sinn, Nonna litla, níu ára, hvort hann vissi sannleikann um blómin og býflugurnar.

“Mig langar ekki að vita það!” sagði Nonni litli og fór að hágráta.

Ráðvilltur spurði pabbinn Nonna litla hvað væri eiginlega að.

“Æi, pabbi,” snökkti Nonni litli, “þegar ég var sex ára sagðiru mér að það væri ekki til neinn jólasveinn, þegar ég varð sjö fékk ég að vita að páskahérinn væri ekki til, og þegar ég varð átta ára sögðuð þið mér að tannálfurinn væri bara plat, Ef þú ætlar núna að segja mér að fullorðið fólk stundi í alvörunni ekki kynlíf, þá hef ég ekkert til að trúa á lengur!”Tveir litlir strákar, Sammi og Tumi, deildu herbergi á spítala. Þegar þeir voru farnir að kynnast dálítið, spurði Sammi á endanum, “Hey, Tumi, af hverju ert þú eiginlega hérna?”

“Það á að taka úr mér hálskirtlana -Ég er svolítið hræddur við það,” svaraði Tumi.

“Ó, hafðu engar áhyggjur. Ég er búinn að láta taka úr mer hálskirtlana og það var frábært! Ég fékk að borða eins mikið af ís og ég vildi í tvær vikur!”

“Er það?” svaraði Tumi. “Það er alls ekkert svo slæmt. En hey, Sammi, hvað með þig, af hverju ert þú annars hérna?”

“Það á að fara að umskera mig, hvað sem það nú er!” svaraði Sammi.

“Guð minn góður, umskera? Það var gert við mig þegar ég var smábarn og ég gat ekki gengið í tvö ár á eftir!”