Hún flaug á mig
Hún dillaði sér ógnandi
Fyrir framan mig
Ég sló að henni
Hún flaug í burtu

Hún kom aftur
Hún leit lymskulega á mig
Og settist á skjáinn minn
Ég lést ekki sjá hana
Ég er enginn kjáni

Hún færði sig um set
og settist á músamottuna mína
Ég reiddist
Og sló aftur að henni
Hún fótbrotnaði
Og flýði

Hún virtist vera ósigrandi
Því hún sneri aftur
Í þetta sinn með áætlun
Ég sá á augnaráðinu
Að hún hafði ekkert gott í hyggju

Hún lagðist á bakið
Á músamottuna mína
Nú var nóg komið
Ég henti músamottunni
Niður á gólfið

Flugan lést

Ég syrgi



DALA
Byggt á sönnum atburðum