Þegar ég heyrði að það ætti að gera nýja “Friends” þætti, en bara með Joey þá var ég ekkert alltof ánægð, því maður myndi alltaf sakna hinna vinanna. En svo þegar ég fattaði að Estelle gæti verið með í þáttunum tók ég gleði mína á ný.

Estelle er ein af þessum litríku, ógleymanlegu snilldar-aukapersónum. Þættirnir væru að mínu mati ekki samir án hennar, rétt eins og Gunther, Janice og Ugly Naked Guy þá er hún ómissandi fyrir þættina.

Eins og Friends aðdáendur vita þá er Estelle umboðsmaðurinn hans Joey, keðjureykjandi kerling sem hefur alveg geggjaðan fatasmekk (geggjaðan í alvöru). Hún finnur alltaf alveg “frábær” hlutverk fyrir Joey. Hver man ekki eftir TOW Joey’s Big Brake þar sem hún reddaði mynd fyrir hann til að leika í, en myndin fór á hausinn áður en tökur voru byrjaðar!!!

Það eru alveg ógleymanleg augnablikin hennar. Til dæmis:

(Endilega leiðréttið ef ég geri villur, og svo megið þið endlilega bæta inn fleiri atriðum, ég bara man ekki eftir fleirum núna.)

-“Hello!”
-“Hey Joey, it’s Estelle, great news, I was able to get you and one guest tickets to your premiere!”
-“One guest… you told me I could have six tickets!”
-“Well, I sold four of them on E-bay…you’ll be sitting next to hot_guy 372”
-“Oh, my God, so that’s it, I only get to bring one guest?”
-“Yeah, what time you wanna pick me up?” * Estelle bros * “Hello!”

og

-“Now you can see me really cracked up!” * Estelle sólskinsbros *

Ég bara elska brosið hennar Estelle, það smitar svo frá sér : ) Ef þessir Joey-þættir verða að veruleika þá er eins gott að Estelle fái að vera með!!!