Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

cybil
cybil Notandi frá fornöld 10 stig

Re: blonde on blonde

í Rokk fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Þú rokkar! Janis er gyðjan mín, mig langar næstum að deyja 27 ára, Bowie, Dylan , Cure, alltsaman.. Þú ert snillingur af guðs náð.. Halleluja og amen! Megi þú kenna mörgum, ekki það að það er fullt af góðum smekkmönnum og konum í þessum góða heimi.. En margir dýrka Britney Spears.. Björgum veröldinni! Fight with me Sisters and brothers

Re: Zwan

í Rokk fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Það er sem sagt satt? Vá, hvílík gleði að ég gæti hoppað hæð mína! Æi, en núna verð ég að naga mig í fingurnar þangað til, en svona á Corgan nótum, hefur einhver heyrt tónleika diskinn Earphoria? Er hann þessi virði að splæsa á hann? Takk INNILEGA fyrir mig Gunnar Thor, þú hleyptir ljósi in í líf mitt að nýju…

Re: Xmas

í Rokk fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Hvað kostar og hvar og hvenær er selt inn? Þetta verð ég að sjá…

Re: Clickhaze

í Rokk fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Nákvæmlega, en ekki jafn geðveikir og Clickhaze, sá þau á Grandrokk, einir bestu tónleikar lífs míns, algjör snilld. Verst að ep-ið er ekki nógu gott, nær ekki stemmingunni alveg en samt sem áður þvílík tónlist og massa sánd. Áfram Færeyjar segi ég, hvað sem böndin heita!

Re: Bob Dylan mistúlkun?

í Rokk fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Innilega er ég sammála þér. Það á ekki að covera lög bara af því að maður vildi óska að maður gæti samið lög eins og þau. Páll hefur góða rödd, kanski eina bestu sem Íslendingar hafa átt en hei! Afhveju ekki að syngja eigin lög? Persónulega finnst mér hann ekki að bæta neinu við umtöluð lög, nákvæmlega engu. Hann er ekki einu sinni að reyna að vekja athygli á leyndri snilld heldur aðeins að gera það sem pottþétt selst. Og vissulega gerir það það. Mér fannst gaman að Jet black Joe en alveg...

Re: Mike Patton

í Rokk fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Vel gert og fróðlegt. Hef reyndar lítið kynnt mér manninn en kanski maður fari að kafa í hann svona í ljósi þessa.. Aldrei að vita. Takk fyrir mig.

Re: Flokkun á tónlist

í Rokk fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Húrra húrra húrra! Vel sagt, eins og talað útúr mínu hjarta, en vissulega er öll flokkun til þægindaauka, svona til að fólk geti fundið eitthvað líkt því sem það fílar. En mér finnst ekki að það sé nokkur skylda að flokka eitt né neitt. Og vissulega veldur það miklum misskilningi. Fyrir utan að hljómsveitir geta breyst og falla þær þá ennþá inn í sama flokk? Óþarfa vitleysa, tónlist er bara tónlist, hverju sem hún líkist. Ég skrifa um tónlist og þar þarf maður því miður að flokka, þó oft sé...

Re: Flokkun á tónlist

í Rokk fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Takk fyrir, gott að vita að allir skilgreina ekki allt þetta nýja dót, sem er svona misgott sem Punk, Ég er hrædd um að ótrúlega margir viti ekki hvernig original punk hljómar. Hefuru hlustað á Dead Kennedy's?

Re: klapp á bakið= 7000 kall takk

í Rokk fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Mér finnst íslensku tónlistarverðlaunin svo ómerkileg að öllu leyti að ég neita að horfa á þennan sora. Hver velur þetta eiginlega eða eru þetta sölutölur? Ég er alveg sammála, afhverju að velja milli klassíkar og þungarokks í “plata ársins”? Meikar enga sens á góðri íslensku (enda að læra undir íslenskupróf eins og sést svo vel). Öll svona verðlaun verða eitthvað svo asnaleg. Eins og Edduverðlaunin. Afhverju erum við alltaf að reyna að búa til Oscarinn og MTV awards? Mér finnst þessi...

Re: Smá tjáning um okkar yndislega land:) kv. Axel

í Tilveran fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Heyr heyr, Hvad fekk thessi med ostaskerann? Klapp a bakid? Hafdi thad liklega ef almenningur hefdi ekki sed svart thegar hann heyrdi um thennan vidbjod.. Ekki vil eg maeta honum a gotu (afsakid thetta omurlega lyklabord). Svosem i lagi ad folk tali ekki tungumalid 100% rett en ad vid skulum haegt og haegt verda samviskulaus og blind a spillinguna er erfidara mal. Hvar endum vid? Er Evropa ekki Romarveldi 2? Syndandi i spillingu og lydurinn aepir a blod, ekki koma mer i gang, eg get talad um...

Re: Tónlistarkeppni

í Rokk fyrir 21 árum, 5 mánuðum
PS. Skilafrestur er til 20. des… Stay however you are

Re: friður, ást, frelsi, hamingja, kærleikur&jafnrétti

í Rokk fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Já alltof fá, enda lítið um að rífast þegar áhugamálið er það sama, hverjum er ekki sama hver er besta hljómsveitin? Það er persónulegt mat, þó sjálf geti ég ekki nefnt eina sem stendur meira upp úr en aðrar, hver sem skoðunin er þá þurfa ekki allir að hafa þá sömu og þú… Spörum hate-mailinn fyrir alvöru óvini, höldum óþarfaþrasi í skefjum og rokkum saman, finnst það ekki öllum gaman? Og koma svo stelpur? Hvernig væri að slá til og slamma smá með okkur?

Re: Lögin sem hafa haft áhrif á líf þitt.

í Rokk fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Vintervila var á sænsku smáskífunni með Dom andra, mjög fallegt. Á ekki Kent og Verkligen, því miður, þarf að finna þá í svíþjóð þegar ég fer næst

Re: Lögin sem hafa haft áhrif á líf þitt.

í Rokk fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Hvernig eru b sides? Langar svo í þær, eru þær til á íslandi og hvar??????!!!! Sökkti mér svo í Hagnesta Hill á tímabili að ég lokaði mig inni í marga daga til að hlusta á hana, repeat, þvílík snilld. V&A er ekki nógu góð, ég er sammála, en Kärleken väntar og Hur jag fick dig att vara min eru yndisleg. Annars elska ég líka Isolu, Things she said og Celsius algjör uppáhöld en á Hagnestu Cowboys, ég veit ekki afhverju en ég brest í grát það er svo fallegt! Sástu þá þegar þeir komu? æi hvað það...

Re: Heimsfrægar hljómsveitir sem þið hafið séð live?

í Rokk fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Æi vá, má ég eignast lífin ykkar?!!!? Og peningana ykkar! Lucky you, til hamingju bara! Vá hvað ég gæfi flest allt til að sjá Smashing Pumpkins eða Placebo eða bara fullt! En þó mest til að sjá Led Zeppelin í den eða JANIS JOPLIN! Vá. Æi, nú fæ ég minnimáttarkennd, maður hefur svo lítið séð.. Björk Prodigy (7 ára, uxi!) Bloodhound gang Því miður Ian Brown Kent voru yndislegir (Viva Sverige) Garbage (snilld) E-17 (help me god!) Mér var ekki hleypt inn á Strokes vegna tussuskaps Clickhaze, án...

Re: Lögin sem hafa haft áhrif á líf þitt.

í Rokk fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Hæ!! Þekkiru Kräm, så nära får ingen gå! Vá það bjargar algjörlega deginum mínum! Sjálf er ég að hlusta á Nýja Kent diskinn á sænsku, þvílík snilld að mörgu leyti. Endilega kynntu þér málið ef þú fílar Kent!

Re: Með skilríki ??

í Tilveran fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Já, ég er svo heppin að vera ekki 18 ára og á tímabili leið mér eins og ég þyrfti skilríki til að fá að labba yfir götuna! Sérstaklega þar sem ég er aðallega með mér eldra fólki. Það er einnig fáranleg ofverndun að fólk undir 18 ára megi ekki vera á kaffihúsum á kvöldin. Afhverju er ekki bara spurt um skilríki ef fólk er að reyna að kaupa sér bjór eða sígarettur, hvað er ólöglegt að sitja í góðra vina hópi á mánudagskvöldi? Hvað eiga unglingar á aldrinum 16-18 ára eiginlega að gera? Fyrir...

Re: Laugarvegurinn

í Deiglan fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Mér var bent á það af bossmio að laugarvegurinn væri úreltur. Segja hverjir? Hvert ferðu á Þorláksmessu? Ekki fer ég í kringluna. Hvert ferðu að borða ís og spóka þig á heitum sumardögum? Kanski við séum bara svona ólík en fyrir mér er Laugarvegurinn og miðbærinn einn af yndislegustu stöðum okkar misástsælu borgar, enda á ég þúsundir minninga þaðan og ekki er ég öldruð. Fyrir utan að það er hollt að vera úti, anda að sér lofti sem er ekki buið að fara í gegnum kerfi nokkrum sinnum áður og ég...

Re: Coral - Coral (2002)

í Rokk fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Kanski ekki alveg… Það er að segja þetta með kynmökin. Annars eru þetta gegt fínir náungar og frábær hljómsveit en mér finnst þetta slúður þitt leiðinlegt. By the way, er einhver sammála að one stop evil shop sé besta lagið á disknum? Algjörlega snilld finnst mér enda hlusta ég alltaf á það áður en ég fer að sofa..
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok