Það er örugglega búið að gera svona grein oftar en einu sinni en ég hef aldrei sent svona inn og mig langaði að koma af stað nýrri umræðu um lög. Ekki bestu lög í heimi, ekki með flottustu gítarsólóum, heldur eitthvað sem snerti þig andlega, fékk þig til að hlusta á aðra tónlist eða breytti á einhver hátt lífi þínu.
Voða gaman hvað ég get fengið lög til að hljóma væmin. Endilega postið lögin og segið líka hvernig þau höfðu áhrif á þig.
Allavega, ég skal byrja…

Cherub Rock - Smashing Pumpkins af plötunni Siamese Dream
Ég heyrði þetta lag þegar ég var 14 ára. Þá hafði ég aðeins heyrt eitt Pumpkins lag og það var Bullet with butterfly wings sem ég spilaði á tónleikum í Rokksmiðjunni. Mér fannst Bullet fínasta lag þannig að ég fékk Pumpkins disk lánaðan hjá vini mínum. Þessi diskur hét Siamese Dream og þegar ég smellti honum í spilarann á leiðinni heim og hlustaði á þetta byrjunarlag undraðist hversu miklir rokkarar þetta voru. Þetta lag fékk mig til að kynnast nýrri tónlistarstefnu, Alternative Rock og fékk til að dýrka svona grófa fuzz effecta(big muff) og “wailing bends” sóló. Corgan hefur haft gífurleg áhrif á gítarleik hjá mér og er það einna helst þetta lag.

Layla - Derek and the Dominos af plötunni Layla and other love songs.
Wonderful Tonight - Eric Clapton af plötunni Slowhand.
Ég hlustaði á Clapton áður en ég lærði að lesa og voru það þessi tvö lög með honum sem eru mér minnistæðust.
Þegar ég heyrði Layla þá heyrði ég rokk í fyrsta skipti, nýkominn úr leikskóla, ég dýrkaði þetta lag í tætlur, flotta gítarspilið og rólegi píanókaflinn. Það var ekki fyrr en fyrir nokkrum árum að ég loksins lærði þetta lag og hef ég eytt ófaum´stundunum í að waila yfir Layla backing trackið mitt sem ég er með á disk.
Wonderful Tonight er eitt hugljúfasta lag sem ég hafði heyrt. Söngurinn var fallegur og gítarspilið hæfilega lítð. Þegar ég hugsa um barnæsku mína dettur mér einna helst þetta lag í hug. Það var svona escape þegar ég var skilin útundan sem barn ;)
“Fuck you krakkar, ég fer þá bara og hlusta á Clapton!”

Break on through - The Doors
Þegar ég reyni að hugsa um bestu minninguna mína frá barnæsku þá man ég þegar pabbi var með Doors spólu í bílnum og ég setti þetta lag alltaf í botn og opnaði allar rúður. nota bene, sex ára gamall töffari með Doors í botni.


Þó svo ég gæti þulið upp fleiri lög þá ætla ég að nema við staðar við þessi. 'Eg gæti einnig nefnt Smells like teen spirit og Shine on you crazy diamond en útskýringar við þau væru heil ritgerð og ég einfaldlega hef ekki tímann.
Endilega komið með skemmtileg lög og sögur um uppáhalds lög ykkar.