Hvað finnst ykkur um tilnefningarnar til Íslensku tónlistarverðlaunanna og fyrirkomulagið á þessari verðlauna hátíð. Þetta er kannski gömul umræða en mér finnst þetta fáránlegt. Mér finnst persónulega að það ætti að skipta þessu miklu meira niður og hafa popp og rokk í einum flokki, klassík í öðrum og djass í þeim þriðja, þ.e. að það yrði bara haldin spes hátíð fyrir hvern flokk og þessu væri ekki öllu blandað saman. þá væri líka pláss fyrir öll þessi verðlaun sem voru veitt fyrir tveim árum, eins og t.d textaverðlaunin og fl.
Mesti skandallinn er síðan sá að þeir sem eru tilnefndir eru valdir vegna þess að þeir eru búnir að “borga”. Allir þeir sem hafa ekki borgað eiga ekki séns á að verða tilnefndir þótt að þeir séu með prýðis efni í höndunum. Mér finnst að þeir sem gera góða tónlist eða eru góðir spilarar eiga ekki að þurfa borga fyrir það eitt að fá hrós, það er fáránlegt. Ef þetta fer að verða þannig þá eru þessi verðlaun marklaus. “Hérna er 7000 kall, hrósaðu mér!”