Jæja, nú vilja þeir rífa burt hluta af laugarveginum og búa til eina “kringluna” enn, og ég kemst ekki hjá því að hugsa, afhverju í ósköpunum? Til að hafa ennþá meira og ljótara ósamræmi í arkitektúr? Eða á allt að blandast endanlega saman, ekki nógu mikil flóra nú þegar? Ég veit ekki með ykkur en ég fer niður í bæ því mér finnst það notalegt, Kringlan beinlínis hræðir mig með öll þessi jólaljós í lok október. Og þar sem allar hliðargöturnar eru gamlar og sætar en vissulega óskipulagðar kemur það þá ekki ógeðslega út að fara að troða glerklumpum þarna? Hverju viljum við fórna til að það búi fleiri í miðbænum? Eru bílastæðin ekki nógu troðin, traffíkin ekki nógu þung? Væri ekki einfaldar að gera “menningarþorp” í Vatnsmýrinni, rétt hjá Háskólanum og þar að auki skjólbelti fyrir hinn rómaða Miðbæ? ER hann ekki nákvæmlega það? Rómaður og fallegur, eins og hann er?