Michael Allan Patton fæddist þann 27. janúar 1968, Í littla skógarhöggsbænum Eureka í Kaliforníu.

Hann gekk til liðs við hljómsveitina Mr. Bungle aðeins 15 ára að aldri. Þeir tóku upp 4 laga demokasettu. Stuttu seinna sá Jim Martin, gítarleikari hljómsveitarinnar Faith No More, hljómsveitina á tónleikum og varð strax hrifinn af söng Mikes. Faith No More hafði þá nýlega rekið Chuck Mosely sem söngvara vegna óæskilegrar hegðunar.

Mike Patton gekk ekki til liðs við Faith No More fyrr en hann varð 21 árs gamall, Hann hefur viðurkennt að hafa verið mikill aðdáðandi sveitarinnar áður en hann byrjaði í henni.

Eftir að Faith No More hætti störfum árið 1998 var Mike ekki lengi að stofna nýtt band, þó að Mr. Bungle hafi alltaf verið hans aðalverkefni, og að hann hafi verið að túra með þeim þrátt fyrir að vera í F.N.M, þá var það greinilega ekki nóg!!

Nýja bandið fékk nafnið “Fantomas”. Hann tók upp kasettu þar sem hann spilaði á öll hljóðfærin sjálfur og sendi hana síðan til uppáhalds hljóðfæraleikara sinna og bað þá um að ganga til liðs við sig. Þeir sem urðu fyrir valinu voru Trevor Dunn (Mr. Bungle) á bassa, Buzz Osbourne (Melvins) á gítar, og Dave Lombardo (Grip, Inc. og áður Slayer) á trommur.
Það fyrsta sem “Fantomas” sendu frá sér var lagið “Chariot Choogle” sem kom út á safnplötunni “GREAT JEWISH MUSIC : Marc Bolan” árið 1997.
Árið 1999 nánar tiltekið 27. maí, kom út þeirra fyrsta breiðskífa sem bar sama nafn og hljómsveitin “FANTOMAS”. Þessi frumburður
þeirra inniheldur 13 lög en það er einnig mikið af hávaða og rugli, sem að Patton einn getur gert.
Önnur plata þeirra ber heitið “THE DIRECTORS CUT” og inniheldur hún 16 lög sem eiga það öll sameiginlegt að vera gömul kvikmynda stef. Þar eru lög úr myndum eins og Cape feer, Godfather og mörgum fleirum sígildum meistaraverkum.
Einnig er til live plata sem að var hljóðrituð þegar að þeir og hljómsveitin “The Melvins” stigu saman á svið á tónleikum.

Mike Patton hefur einnig verið í hljómsveitunum Tomahawk og Peeping tom. Hann hefur líka verið gestur á mörgum plötum með hljómsveitum eins og The Melvins, Milk Cult, Sepultura og mörgum öðrum.

Mike er mikill kaffidrykkjumaður og hefur það væntalega gefið honum innblásturinn af laginu “Caffeine” sem er að finna á disknum “Angel Dust” með F.N.M. Hann er
einnig forfallinn tölvuleikjafíkill og viðurkennir fúslega að eiga margar gerðir af leikjatölvum, hans uppáhalds leikir eru auðvitað svokallaðir “sprengjuleikir”.
Hann segir einnig að hans eini reglulegi vímugjafi sé kaffi, hann hafði ekki einu smakkað áfengi áður en hann byrjaði í F.N.M.

Mike er giftur Ítalskri konu og talar nokkur önnur tungumál en móðurmál sitt. Áður en hann byrjaði í F.N.M. nam hann ensku í Háskóla Kaliforníu og vann til hliðar í geisladiskabúð, hann viður kennir það nú að hafa stolið geisladiskum þaðan.

Mike Patton er alveg rosalega merkilegur tónlistarmaður og ég hvet alla eindregið að næla sér í eina eða tvær “Patton” plötur, hvort sem það er Faith No More, eða MR. Bungle plata þá er allt sem þessi maður gerir hrein snilld (ég hef allaveganna ekki rekist á neitt rusl með honum).


Ég hef aldrei rekist á grein um snillinginn Mike Patton hérna á Huga, svo að ég ákvað að senda þessa. Hún er ekki mjög ítarleg en vonandi höfðuð þið gaman af.

Heimildir fékk ég af www.pattonfever.com
Rass