Coral - Coral (2002) Coral-Coral (2002)

Jæja, þá er frumburður hljómsveitarinnar Coral
kominn. Það er reyndar svolítið síðan en ég
hef ekkert verið að tjá mig hér á huga bara heima
að hlusta á diskinn þeirra(næstum því).
En jæja.

þessi hljómsveit hefur verið starfandi í 2 ár
rúmlega. Hún er skipuð af þessum:

Gunnar, gítar og söngur,
Steinar, gítar
Andrés, bassi
Þorvaldur, trommuleikari

Allir eru úr Seljahverfinu nema Þorvaldur
en hann er Vesturbæingur. Þeir hafa verið að
spila á böllum hér og þar í Reykjavík. Hafa
spilað á Vídalín oftar en tvisvar og tóku þátt
í Músíktilraunum árið sem Andlát vann.
Þeir hafa spilað á Hólmstokk, Frostrokk, spiluðu
seinast á Akureyri og áttu víst pleisið.
Galtalækur er reglulegur atburður sem þeir spila
á næst og hafa gert það tvisvar áður.

Opnunarlag disksins er cover lag.
Invention í D-moll. Fallegt lag í rokkaðri
útsetningu. Maður kemst alveg í fíling við að
hlusta á þetta lag. Þeir tóku víst Tunglskins-
sónötuna eftir Beethoven á Akureyri þegar þeir
spiluðu þar. Verða þeir klassískir ?? :)

Eflaust kannast einhverjir við næsta lag, Arthur.
það er lagið sem var (er) í spilun hjá Radíó X.
Mér finnst gaman að söngnum, hvernig röddunin er.
Trommubreakin mynda fína heild í góðu lagi.

Næsta lag, Coriolis Effect er í Placebo-Muse stíl, trommutakturinn er
alveg geggjaður og heldur laginu gangansi eins og vel smurðri vél.
Millikaflinn brýtur lagið vel upp og skapar skemmtilega stemningu
þegar riffið byrjar aftur. Vá hvað maður kemst í mikinn fílíng við að hlusta
á þessa drengi spila. Með betri lögum plötunnar.

Sex Dwarf, kemur askvaðandi inn með grúví háskólarokkriffi.
Hrár tónninn á gítarnum fær mann til að skjálfa,
lagið sjálft er samt eylítið grunnt, og fær ekki alveg að njóta sín.
það er gaman að heyra hátalarann inn á milli. Margir möguleikar
en fáir nýttir.

Big Bang er næstbesta lag plötunnar. Hörkurokk, afar hart
eins og það á að vera. Söngurinn er framúrskarandi og mér finnst
kúl að hafa þennan fuzzy effect á honum. Gunnar fær + í kladdann
fyrir þetta. Rólegi kaflinn er tilvalinn í lokin, og hvernig smá lagbútur
kemu aftur í endann eins og skrímsli í lélegri bíómynd setur punktinn yfir i-ið

Tapað stríð er eina lagið sem sungið er á ástkæra móðurmálinu.
Ekkert slæmur texti en ekkert til að hrópa húrra fyrir.
Lagið er þokkalegt en minni samhæfing er í þessu lagi heldur en hinum.
Þagnirnar sem koma inn á milli setja skemmtilegan svip á þetta lag
og útkoman er, þokkaleg.

Þá er það smiðshöggið - One Stop Evil Shop.
Þetta er instrumental uppbyggingarlag, ca. 9 mín á lengd
og skipar sér í sess með helstu lögum íslenskra hljómsveita í dag.
Ég er ekki að grínast, þetta lag lyftir plötunni í hæðir. Fallegt stefið
í 7/4 skapar draumkennda stemningu, trommuleikurinn er laumulega grúví
og einhvern veginn hljóma öll hljóðfærin sem eitt. Samhæfingin er góð og mikil
dínamík gefur laginu mikla dýpt og með henni gera þeir lagið gott.
Þeir sína það að þeir eru mjög efnilegir ekki bara sem hljóðfæraleikarar
heldur einnig lagasmiðir. Kröftugur samhljómur þeirra í lokin gefur kickið.
Snilld !!

Í heild var platan stórskemmtileg en datt aðeins niður inn á milli. En
þetta er nú bara fyrsta platan og ekkert meistaraverk, platan mætti vera soldið
lengri en þessir sprettir sem þeir eiga þarna jaðra við snilld og lokalagið
fær mann til að missa andann. Hönnunin á umslaginu er mjög flott
og Bjaddni Hell ,á fá þakkirnar fyrir það.
Ég vona að þú, lesandi góður,
reddir þér eintaki, í Hljómalind eða Geisladiskabúð Valda.

Lokadómur: ***+/****

Taka skal fram að þeirra næsta gigg verður á Frostrokk í Frostaskjóli,
1 nóv næstkomandi (held ég).