Starfsheitið mitt er háskólamenntaður sérfræðingur, s.s. ég vinn á skrifstofu með sálfræðingum, félagsfræðingum og viðskiptafræðingum. Ég er reyndar svo heppin að akkúrat mitt starf snýst ekki um að hitta kúnna, en það gæti náttúrlega breyst í framtíðinni. Ég er með fimm tattoo, eitt sem telst stórt/meðalstórt, en ég passaði mig vel að þau eru öll á þannig stöðum að ég á mjög auðvelt með að fela þau. Það sem er mest áberandi er pentacle sem ég er með á innanverðum framhandleggnum miðjum, ef...