Ermin mín í vinnslu Þá er ég loksins byrjuð á erminni minni og hingað til hef ég farið í 2 session, 4 tíma í hvert skipti.
Jón Páll hannar og flúrar og er ermin í “Floral” stíl.
Ég hafði lengi verið að gæla við þá hugmynd um að hafa heila ermi bara með blómum og voru liljur og rósir þar efst í huga. JP fannst mér alveg tilvalinn í verkið enda rosalega fær flúrari.
Millinafnið mitt er Rós þannig við ákváðum að hafa bara eina rós í þessu og er hún svona aðal, staðsett á öxlinni. Á henni er svo drekafluga. Bakgrunnurinn er floral munstur og útfrá honum koma liljur. Neðst á framhandlegg eru þær óútsprungnar og svo byrja þær að blómstra eftir því sem ofar er farið upp hendina. Blómin verða öll í bláum tónum og bakgrunnurinn í rauðum/bleikum/appelsínugulum tóni.

Eins og er eru allar útlínur í bakgrunninum búnar (þær eru fjólubláar að lit) og svo var rósin kláruð ásamt útlínum í flugunni í einu sessioni..

Ég er ÓTRÚLEGA ánægð með það sem komið er og ég get ekki beðið eftir að hendin verður fullkláruð. Það er mikil vinna framundan en þetta er bara eitt af því skemmtilegasta sem ég geri svo ekki kvarta ég! ;)