Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Cabaret (1 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Kvikmyndin Cabaret er bandarísk frá árinu 1972. Aðalhlutverk leika Liza Minelli, Michael York, Helmut Griem, Joel Grey og Fritz Wepper. Fjölmargir aðrir leika í þessari margverðlaunuðu mynd og flestir sýna stórkostlegan leik. Minelli og Joel Gray hlutu Óskarsverðlaun en annars hlaut myndin 8 Óskarsverðlaun, 8 BAFTA verðlaun og 3 Golden Globe verðlaun. Samtals hefur myndin hlotið 28 verðlaun. Myndin gerist tveimur árum fyrir valdatöku nazista í Þýskalandi. Hún fjallar um þá undirmenningu sem...

Cabaret (1 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Kvikmyndin Cabaret er bandarísk frá árinu 1972. Aðalhlutverk leika Liza Minelli, Michael York, Helmut Griem, Joel Gray og Fritz Wepper. Fjölmargir aðrir leika í þessari margverðlaunuðu mynd og flestir í leikaraliðini sýna stórkostlegan leik. Minelli og Grey hlutu Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í myndinni en annars fékk myndin 8 Óskarsverðlaun, 8 BAFTA verðlaun og 3 Golden Globe verðlaun. Kvikmyndin hefur alls hlotið 28 verðlaun.

Mun bókin deyja? (7 álit)

í Bækur fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Oft hefur verið rætt um að bókin eins og við þekkjum hana núna sé að deyja og að tölvurnar taki við. Er ég einn um þá skoðun að það verði aldrei sama tilfinning að ýta á örvatakka á tölvuborði og að fletta blaðsíðum og fátt geti komið í staðinn fyrir tilfinninguna fyrir því að halda á bók?

Gleymt snilldarverk (5 álit)

í Bækur fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Það eru margar bækur sem koma út og njóta gríðarlegra vinsælda á sínum tíma. En einhverra hluta virðast þær gleymast og rykfalla á bókasöfnum. Þetta eru einmitt örlög einnar af mínum uppáhaldsbókum. Bókin sem er eftir Auði Haralds heitir Læknamafían og er eitt mesta snilldarverk íslenskrar bókmenntasögu. Stór fullyrðing en í þessari stuttu grein ætla ég að reyna að færa rök fyrir máli mínu. Bókin er vissulega barn síns tíma, lýsingar á spítölum og heilsugæslu eru kannski ekki eins og...

Sýnum þroska (3 álit)

í Tilveran fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Ég er tiltölulega nýr notandi á Huga en hef tekið hann með trompi engu að síður. Ég hef verið að skoða áhugamálin, greinarnar og póstana og líst rosalega vel á. En stærsti gallin á þessu öllu saman er hvað fólk virðist ekki höndla að sýna þroska í umræðum. Fólk er með endalaust mikið skítkast út í alla sem hafa aðra skoðun og orðbragðið sem fólk notar hvert við annað er ótrúlegt… hvernig væri að hemja sig aðeins? Svo er þreytandi að skoða einka rifrildi fólks í korkunum þar sem það...

Útvarpsráði tókst það! (6 álit)

í Deiglan fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Það heitir víst að bera í bakkafullan lækinn að skrifa grein um árangur okkar í Eurovision en það verður seint um mig sagt að ég kunni mér hóf svo ég skrifa þessa stuttu grein og vona að mér fyrirgefist. Íslenska þjóðin virðist hafa fengið taugaáfall undir stigagjöfinni og einhvern veginn virtist engann hafa grunað þessi yrði raunin. En ef vel er skoðað verður strax ljóst að þetta var tilgangurinn og markmiðið með þessu framlagi okkar. Skoðum málið. Forkeppni var haldin hér á landi....

Hver veit? (5 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 12 mánuðum
Hver veit? Að finna í hjartanu sorg án sorgarefnis og ást án elskhuga. Að finna til gleði án neins til að gleðjast yfir. Hver veit? Hver veit hvað býr í hjarta þess sem þú ekki þekkir? Hver veit? Hver veit hvað býr í hjarta þínu?

Ferðalag (1 álit)

í Ljóð fyrir 23 árum
Hann situr og horfir út. Hún situr og les. Þessi hlustar á útvarpið. Hinn talar í símann. Þrettán manneskjur hver í sínum heimi uns bjallan glymur og þessi með bókina fer út úr vagninum.

Minning (1 álit)

í Ljóð fyrir 23 árum
Hversvegna örlög þín eru svo sár veit ekki nokkur, alls ekki ég en ég veit þú lifir, hvað svo sem gerist andi þinn sterkur sem styrkasta stál. Tárin þau streyma en öll til einskis þú kemur ei aftur hve mörg kunna að falla. Þau veita þó huggun, sorgin svo grimm en lífið þó bjart því von mér þú veittir. Því hvað svo sem gerist ertu hér hjá mér hvert svo sem fer ég ertu hér æ ég geymi þig alltaf, hjarta þitt lifir minning þín skær eins og skírasta gull. Sál þín á vængjum burtu er flogin og...

Draumur og dirfska (1 álit)

í Ljóð fyrir 23 árum
Með draum og dirfsku í hjarta dáð þú vinnur bjarta. +með lán og líf í brjósti lauf þú sýnist í hrjóstri. Með von og visku í sinni vandann þú leystir í tilveru minni. Lykill að lánlausum manni ljóðið í braglausum ranni. Fegurð mí formlausum heimi fumlaus í höktandi geimi. Miskunin í mannlausum garði mannsins sem ástina barði. Drottni ég þakka dásemd þína þakklæti fyllir nú söngvana mína. Takk fyrir töfrana glæsta sem töfruðu upp hjarta mitt læsta. Þitt hjarta fær hjarta mitt aldrei að missa...

Sýra (0 álit)

í Ljóð fyrir 23 árum
Talandi ísbjörn, talandi ljón. Dropi fellur syngjandi úr skýjunum. LSD? Nei, barnaefnið í sjónvarpinu

Við hengdum hann forðum (1 álit)

í Ljóð fyrir 23 árum
Við hengdum hann forðum og hengjum víst daglega enn. Á krossinn við kíktum við horfðum og kaldur hann horfði á menn. Við héldum við hefðum af syndinni lært hörfðum við lutum í skömm, á holdið við horfðum ískalt og sært hans taug til mann var enn svo römm. Í dag er vor henging á allt annan hátt heimurinn hengir ei Krist. Við látum oss nægja vorn ljómandi mátt í veröld sem þó er svo trist. Þeir stóru á smáum lumbra og lemja kaldlyndir reyna þeir síðan að semja og sverja upp á fingurna fimm. En...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok