Ég er tiltölulega nýr notandi á Huga en hef tekið hann með trompi engu að síður. Ég hef verið að skoða áhugamálin, greinarnar og póstana og líst rosalega vel á. En stærsti gallin á þessu öllu saman er hvað fólk virðist ekki höndla að sýna þroska í umræðum. Fólk er með endalaust mikið skítkast út í alla sem hafa aðra skoðun og orðbragðið sem fólk notar hvert við annað er ótrúlegt… hvernig væri að hemja sig aðeins? Svo er þreytandi að skoða einka rifrildi fólks í korkunum þar sem það gáfulegasta sem fólk segir er: Þú ert fífl. Og svarið er undantekningalaust: Éttu skít þarna gimpið þitt. Sýnum þroska! Það er ekkert rosalega erfitt held ég…