Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

brimborg
brimborg Notandi frá fornöld 16 stig

Re: Bílar og verð.

í Bílar fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Ég verð nú að segja það að það er með ólíkindum að menn skuli bera saman verð í USA beint við verð á Íslandi. Eins og JHG bendir réttilega á þá eru vörugjöld hér af bílum með vélar yfir 2,0 45%. Ofan á það leggst 24,5% vaskur og þetta fer ofan á CIF verðið eins og JHG bendir á sem er innkaupsverð, flutningur og trygging. Í USA eru engin vörugjöld og vaskur aldrei meiri en 7,5%. Þar fyrir utan eru flestir þeirra bíla sem þar eru seldir framleiddir í landinu og markaðurinn auðvitað margfalt...

Re: Ford sem veltur

í Bílar fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Nú þekki ég ekki forsögu þessa máls sem þráðurinn byrjar á þ.e. hvort hann tengist dekkjamálinu eða ekki. En það er rétt hjá JHG að undir ákveðnum kringumstæðum á eldri gerðum Explorer vildu Firestone dekkin gefa sig. Rannsóknir Ford sýndu að það gerðist ef EKKI var farið eftir leiðbeiningum um réttan loftþrýsting og hleðslu bílanna. Þ.e.a.s. ef of lítið loft var í dekkjunum og bílarnir yfirhlaðnir og þá sérstaklega ef lofthiti var mikill þá gátu dekkin átt það til að springa á ferð. Skv....

Re: Stórhættulegir JEPPAR!

í Bílar fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Umræðan á þessum þræði hófst vegna slóðar um árekstrarpróf pallbíla og minni bíla og var sýnd mynd af Ford F150 og Mini. Umræðan hefur verið víðar en mér fannst sumir hlutir ekki alveg ganga upp í umræðunni og að menn væru full yfirlýsingarglaðir. Ég skoðaði því þráðinn vel og las mér til og niðurstaðan er þessi. Bíllinn sem myndin er af er aðeins eitt test af mörgum. Þessi bíll er F150 Heritage og er sagður vera MY2004. En það hefur greinilega vilt mönnum sýn. Málið er að þetta er gamla...

Re: Stórhættulegir JEPPAR!

í Bílar fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Ég verð að mótmæla því sem JHG segir að Volvo hafi gert meira úr því en efni standa til hvað þeir framleiða örugga bíla. Ef eitthvað er þá hafa þeir frekar gert of lítið af því að koma þessu á framfæri. Ástæðan liggur kannski í kúlturnum hjá Volvo þar sem heiðarleiki skiptir öllu máli. Þess vegna er lögð áhersla á það að lofa ekki upp í ermina á sér og frekar að draga úr en bæta í. Kannski sem gott dæmi um að Volvo hefur ALLS EKKI gert meira úr sínum árangri en efni standa til að þá var í...

Re: Stórhættulegir JEPPAR!

í Bílar fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Þetta er áhugaverð umræða. Auðvitað verða alltaf til misstórir bílar í umferðinni. Málið snýst um það að það sé samræmi á milli krumpusvæða stóru og litlu bílanna. Ég vil nefna þetta hér því Volvo hefur þegar tekið á þessu vandamáli. Það var gert þegar Volvo ákvað að framleiða jeppa. Þeir gera sér grein fyrir því að jepparnir eru hærri en fólksbílarnir og vegna stöðu Volvo sem sá bílaframleiðandi sem framleiðir öruggustu bílanna þá urðu þeir að leysa þetta vandamál. Volvo hefur líka ávallt...

Re: Brimborg: sportbílar og graffíti

í Bílar fyrir 19 árum, 12 mánuðum
Mal3 segir að ekki sé um sportbíla að ræða. Ég virði hans skoðun en er samt ósammála að sumu leiti og vil endilega koma sjónarmiði Brimborgar og hugsun okkar á bakvið þessa sýningu á framfæri. En þessar rökræður eru auðvitað bara gerðar til skemmtunar. Hafið það í huga. “by far the biggest bang for the buck” segir keg um Citroën C2 VTR í næsta pósti á eftir Mal3. Það lýsir einmitt mjög vel markmiði Brimborgar með þátttöku í Sportbílasýningunni. Málið er að okkar meginmarkmið var að búa til...

Re: Ford pallbílar og jeppar

í Bílar fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Til JHG: Við erum einmitt með F350 í salnum hjá okkur í Brimborg með tvöföldu að aftan af Lariat gerð með nýju 6.0 lítra dísilvélinni. Alvöru power. Þannig að þú getur bent systur þinni á að koma í heimsókn og þú sem GM maður getur þá skoðað Fordana undir því yfirskyni að þú sért að fylgja systur þinni. Til bebecar: Það er einmitt rétt hjá bebecar að F-series pallbílalínan er mest seldi bíll í heimi og skiptir ekki máli þó borið sé saman við fólksbíla, jeppa, sendibíla, pallbíla eða hvað sem...

Re: Ford GT betri en Ferrari 360M

í Bílar fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Sá sem framkvæmir prófunina heitir Andrew Frankel og virðist hafa prófað þá nokkra um tíðina. Hann segir; “The GT looked better, went faster, was easier to drive, more rewarding, better braked, at least as grippy and a whole lot less scary.” Seinna í greinni segir hann; “Had it been as good on the track as it had been on the road, it would now have joined Ferrari F40, Porsche 993 RS, Caterham R400 and McLaren F1 in my top five all-time steers. Even as it is, it´s firmly lodged in the top 10....

Re: Ford GT betri en Ferrari 360M

í Bílar fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Reyndar er Autocar breskt bílablað þannig að það er ekki bara kaninn sem hefur ofurtrú á 8 strokka vélum. Kveðja Brimborg Egill Jóhannsson

Bænastund

í Bílar fyrir 21 árum, 1 mánuði
Það er rétt hjá Dune að núna liggjum við hjá Brimborg á bæn. Vandinn er hverjum við eigum að biðja fyrir. Auðvitað er gríðarlega spennandi að fylgjast með því hvernig nýi Ford Focusinn mun standa sig. Ford menn halda því fram að þetta sé fullkomnasti rall bíll fyrr og síðar. Að hann mun breyta rallinu um alla framtíð. So far so good. Citroën hefur síðan verið að standa sig ótrúlega vel og eru í nokkuð góðum málum í þessu ralli enn. McRae þó hættur. Virðist stundum fara heldur geyst. Ég fór...

Staðan í heimsmeistarakeppninni

í Bílar fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Staða bílaframleiðanda: Citroën 39 stig Peugeot 31 stig Ford 25 stig Staða ökumanna: Burns/Peugeot 18 stig Sainz/Citroën 17 stig McRae/Citroën 16 stig Martin/Ford 13 stig Loeb/Citroën 12 stig Þetta er gríðarlega spennandi keppni og það getur greinilega allt gerst. Eins og KITT benti réttilega á var sigurinn í Tyrklandi 25 sigur Sainz á ferlinum og hefur hann því jafnað met McRae. Einnig var þetta fyrsti sigur Citroën á möl því bæði Monte Carlo og Sænska rallið eru malbiksrallí og undanfarin...

Enn fleiri svör frá Brimborg

í Bílar fyrir 21 árum, 3 mánuðum
fyrst svar til givar: Ég vildi að satt væri að þetta væri svona auðvelt að sjá algerlega fyrir á hvaða bíl maður hagnast og á hvaða bíl maður tapar. En því miður er það ekki svo. Þegar umboð eins og Brimborg tekur uppí um 1000 bíla á ári og selur (vonandi) 1000 bíla líka þá er stöðugt verið að taka áhættu. Hún getur verið margvísleg. Sölumenn geta gert mistök, eigandi segir kannski ekki alla söguna, rangt mat okkar á “réttu verði”, markaðurinn breytist skyndilega vegna einhverra aðstæðna,...

Svör frá Brimborg

í Bílar fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Hér koma svör við nokkrum spurningum frá hugurum. En fyrst takk fyrir hrósið. Bebecar undrast afhverju ég hafi ekki minnst á nýjungina þegar Brimborg kynnti lægra verð ef var serpantað. Og auðvitað hefði ég átt að minnast á það. Þegar gengið fór að lækka um mitt ár 2000 og hélt áfram 2001 og síðan fór markaðurinn að falla þá varð að gera eitthað á málunum. Einn stærsti kostnaðarliðurinn hjá okkur var birgðahaldskostnaður og því tókum við á það ráð að reyna að lækka hann, bæði í nýjum bílum...

Verð á nýjum bílum hefur lækkað verulega

í Bílar fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Gagnrýni er góð því hún heldur manni við efnið. En gagnrýni byggð á vanþekkingu hjálpar ekkert. Smá upprifjun í sögunni: Þegar gengi krónunnar byrjaði að falla í júní 2000 þá fóru umboðin mjög rólega í að hækka verð. Flestir hækkuðu ekkert og biðu og vonuðu að þetta gengi til baka. En krónan hélt áfram að falla. Þannig að verð fór aðeins upp. Síðan hélt þessi óheillavænlega þróun áfram og af enn meiri krafti eftir að krónan var látin fljóta. En enn héldu umboðin að sér höndum og léttu...

Fréttir af WRC á Íslandi

í Bílar fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Þessir þættir sem sýndir voru á SÝN voru mjög góðir og við hjá Brimborg skoðuðum það mjög að styrkja þá á sínum tíma. Upphæðin var að vísu gríðarlega há þar sem mér skilst að þessir þættir séu seldir mjög dýrt. Sama veit ég reyndar að á við um F1. Og því sögðum við pass á þeim tíma. Á þessum tíma var hrunið að hefjast á bílamarkaðnum(salan féll um 46% 2001) og því fórum við ekki út í þetta og eflaust hefur það verið erfitt fyrir SÝN að fá styrktaraðila úr bílgreininni í fyrra í miðri...

Re: Þýðingar

í Bílar fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Gæti t.d. verið: Engine management = stjórnkerfi vélar Engine control unit = stjórntölva vélar Kveðja Brimborg Egill Jóhannsson

Re: Heimsmeistarakeppnin í ralli

í Bílar fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Nú er manni vandi á höndum og ekki síst vegna þess að bæði Ford og Citroën gengur mjög vel. En ætli maður verði ekki að halda með báðum. Undanfarin tvö ár hefur maður þó frekar litið til Ford enda Citroën aðeins verið að þreifa fyrir sér í rallinu. Colin McRae var minn maður þó maður hafi nú verið farinn að líta alltaf meira og meira til Sebastian Loeb enda að gera frábæra hluti. Því var manni vandi á höndum þegar fréttist að Ford ætlaði að láta Colin McRae fara og snúa sér frekar að ungum...

Innflutningur á notuðum - Brimborg

í Bílar fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Brimborg er með mjög skýra stefnu hvað þetta varðar. Við veitum eigendum innfluttra notaðra bíla alla þá þjónustu sem við getum og höfum jafnvel aðstoðað menn við innflutning. En við bendum mönnum samt ávallt á að þjónusta og varahlutir eru hugsanlega, þarf þó ekki að vera, eitthvar dýrari vegna þess að stundum skortir okkur þjálfun í viðkomandi tegund, eigum ekki öll sérverkfæri sem til þarf eða viðgerðarbækur (sjá umræðu fyrr). Þessi hlutir kosta oft hundruðir þúsunda og við kaupum þá ekki...

Ford Cougar - Brimborg !

í Bílar fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Því miður er Ford Cougar ekki framleiddur lengur. Sá bíll deildi tækni með Ford Mondeo og þegar nýi Mondeo bíllinn kom á markað haustið 2000 þá hætti framleiðsla á Cougar. En þú ert auðvitað alltaf velkominn að koma að skoða og akkúrat núna erum við með mikið úrval af S60 í salnum. Brimborg Egill

Framtíðin hjá Ford - Brimborg

í Bílar fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Tek reyndar undir með Mal3 að það vantar lítinn coupe eins og Puma. Litlir sportlegir bílar með góða aksturseiginleika er eitthvert það skemmtilegasta sem hægt er að komast í. Og varðandi að Puma skuli ekki framleiddur áfram skil ég ekki fullkomlega en læt mér detta í hug að það tengist eitthvað afkastagetu verksmiðjanna sem framleiða nýjan Fiesta og jafnvel framleiðslukostnaði við Puma??? Það er rétt að Ford voru þekktir með Escort á sínum tíma og Sierra varðandi aksturseiginleika en þeir...

Ford RallyeConcept - Brimborg

í Bílar fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Ég þakka KITT fyrir að minna á Ford RallyeConcept sem ég gleymdi í minni upptalningu og styður það sem ég var að reyna að koma á framfæri þar. Brimborg Egill

Kemur Puma aftur - Brimborg

í Bílar fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Ég þakka fyrir og reyndar finnst mér mjög gaman að taka þátt í svona umræðum. Þannig er maður í meiri tengslum, hugsanlega við væntanlega viðskiptavini, og getur lagað fyrirtækið frekar að óskum þeirra. Og svo hefur maður náttúrulega mikinn áhuga á bílum og öllu tengdu þeim. Ég persónulega sakna Ford Puma, bæði flottur bíll, gott að keyra hann en ekki síður finnst mér nafnið flott. Mér finnst að Ford ætti að halda í nafnið því mér finnst það undirstrika vel þá stefnubreytingu sem átt hefur...

Ford Puma ánægja - Brimborg

í Bílar fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Ég skoðaði könnunina í þaula og reiknaði eftirfarandi út af 62 svörum sem voru við Puma. 48% mjög ánægðir 29% meðallagi ánægðir 23% óánægðir Í heildina bara nokkuð gott. Jafnvel þar sem var hvít kúpa og blá kúpa voru mjög oft góðar athugasemdir en óánægja með söluaðila var greinileg. Af þeim sem voru í meðallagi ánægðir og óánægðir voru 56% mjög óánægðir með söluaðilana og virtist það lita mjög þeirra skoðanir þ.e. hvernig söluaðilar brugðust við vandamálum. Söluaðilarnir voru að fá þetta...

Re: Ford Ka með A/C - Brimborg

í Bílar fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Þarna hittir þú naglann á höfuðið. Ef starfsmenn fara eftir ferlum okkar og gera allt sem í þeirra valdi er til að aðstoða viðskiptavininn og útskýra hlutina eins og þeir eru þá eru 99% af viðskiptavinunum þannig að þeir skilja og meta viljann fyrir verkið. Þó að mistök verði. Þannig að ég þakka fyrir ábendinguna og ég mun nota þetta dæmi til þess að benda okkar starfsmönnum enn frekar á hvað það er mikilvægt að ræða við viðskiptavininn og upplýsa. Brimborg Egill Jóhannsson

Ford Ka með A/C - Brimborg

í Bílar fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Ég veit ekki hvar kunningi þinn hefur þessar upplýsingar um að bilun í A/C sé algeng í Ka. Málið er að aðeins örfáir Ka bílar eru með A/C því langflestir bílarnir sem Brimborg pantaði beint frá verksmiðju voru EKKI með A/C. Þannig að kenning kunningjans gengur ekki upp. Brimborg keypti örfáa bíla af lager í Evrópu á sínum tíma og voru aðeins nokkrir bílar af þeim með A/C. En þetta sýnir og sannar það sem ég sagði hér á undan að þegar um er að ræða bíla sem eru öðruvísi en fjöldinn þá er...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok