Ég var að lesa umræðuna hér á einum þræðinum um bandaríska bíla og er hún mjög áhugaverð. Það er t.d. greinilegt að JHG er vel að sér í þessum málum og ástæður þær sem hann nefnir fyrir því að ekki eru fleiri USA bílar seldir hérlendis flestar réttar þó eflaust megi nefna til fleiri ástæður.

Málið er Brimborg auðvitað skylt því fyrirtækið er umboðsaðili fyrir Ford Motor Company. Eins og JHG bendir réttilega þá voru bandarískir bílar útilokaðir frá íslenska markaðnum í meira en áratug vegna óhagstæðrar vörugjaldastefnu íslenskra stjórnvalda. Árum saman var reynt að fá þessu breytt og beitti jafnvel bandaríska sendiráðið sér í málinu reglulega. Það var síðan ekki fyrr en árið 1998 sem vörugjaldsflokkum var fækkað niður í tvo, 30% og 45% fyrir fólksbíla. En þá var auðvitað skaðinn skeður og ekki svo auðvelt að koma svona bílum á markað.

Brimborg hefur undanfarin ár verið að vinna í því að auka veg og virðingu bandarískra bíla hér á landi og hefur jafnt og þétt aukið innflutning og hefur okkur orðið verulega ágengt á þessu ári. Helstu áherslur hingað til hafa verið á jeppa og pallbíla. Ástæðan er sú að einhversstaðar þarf að byrja og þessir flokkar eru stórir í sölu hér á landi og meiri líkur á því að nægjanlegt magn náist að seljast. Það er nefnilega nauðsynlegt að selja ákveðið magn af hverri gerð til að tryggja rétta þjálfun, varahlutaþjónustu og fjárfestingu í verkfærum. Þegar búið er að byggja upp merkið á þennan hátt er hægt að skoða innflutning á fólksbílum frá USA í meira mæli. Þó skal á það bent að Brimborg býður þá þjónustu að sérpanta allar gerðir Ford bíla frá USA, einnig fólksbíla.

Það er nokkuð ljóst, eins og JHG segir, að þjóðsögurnar um bandarísku bílana eru lífseigar. En málið er að gífurlegar breytingar hafa orðið í hönnun og framleiðslu þessara bíla. En málið er kannski að þar sem þeir hafa ekki komist að neinu ráði á götuna þá hafa aðeins örfáir náð að upplifa þessar breytingar. Þess vegna lifa þjóðsögurnar. Ég fullyrði t.d. að gæðin hafa aldrei verið betri og til sönnunar því þá var ummfjöllun nýlega í viðskiptatímaritinu Business Week þar sem nýjustu gerðir bandarískra bíla eru farnar að skáka evrópskum og japönskum bílum að gæðum. Ein þjóðsaga er lífseig um bensíneyðslu bandarískra bíla en sannleikurinn er sá að ef horft er á afl vélanna og rúmtak og borið saman við jafnvel minni japanskar vélar t.d. í japönskum jeppum þá eru þær bandarísku jafnvel eyðslugrennri.

Brimborg mun hefja mikla sókn með Ford jeppa og pallbíla á næsta ári en forsýning á þeim bílum verður á milli jóla og nýárs 2003. Verðið mun koma á óvart á öllum gerðum.

Þeir bílar sem verða sýndir í Brimborg við Bíldshöfða eru:

Ford Escape
Ford Explorer
Ford F150 (frumsýning)
Ford F250
Ford F350

Einnig verður Lincoln Aviator jeppinn sýndur sem er sannkallaður lúxusjeppi á frábæru verði.

Brimborg hefur opnað nýja heimasíðu fyrir www.ford.is þar sem er að finna meiri upplýsingar um Ford bílana.

Allir eru auðvitað velkomnir á forsýninguna og opið verður 29/12, 30/12 og fyrir hádegi 31.12.

Með kveðju
Brimborg
Egill Jóhannsson