Ég mátti til með að setja þetta hér inn því fyrir allnokkru síðan fór fram mikil umræða hér á huga um hugmyndabílinn Ford GT40 og sýndist sitt hverjum eins og gengur. Nú er bíllinn kominn í framleiðslu og fyrstu prófanir að líta dagsins ljós.

Bílatímaritið Autocar tók sig til í nýjasta hefti blaðsins og prófaði bílinn og bar saman við Ferrari 360M.

Þessi bíll fellur auðvitað í flokk ofursportbíla - supercars. Bíllinn heitir Ford GT og er búinn 8 strokka, 5.5 lítra vél sem skilar 500 hestöflum. Gagnrýnendur blaðsins eru svo hrifnir af nýja Ford GT að þeir segja að bíllinn sé einn besti ofursportbíll allra tíma - “it is one of the greatest of all time from anywhere in the world. And it´s a Ford.” segja þeir. Þá vitið þið það. Ford er betri en Ferrari og er þetta einn eitt dæmið um þær stórkostlegu breytingar sem eru í gangi hjá Ford.

Í Bretlandi er verð áætlað GBP 100.000 og sala hefst í október. Ekki er ljóst á þessari stundu hvort svona bíll komi til Íslands en gaman væri ef svo yrði.

Helstu eiginleikar Ford GT
Hámarkshraði yfir 300 km. á klukkustund
Hröðun um 4 sekúndur í 100km. hraða
Þyngd: 1520 kg.
Lengd: 4643 mm
Breidd: 1953 mm
Hæð: 1125 mm
Hjólhaf: 2710 mm
Vél: 8 strokka, 5.5 lítra, 500 hestöfl
Skipting: 6 gíra handskiptur


Virðingarfyllst
Brimborg ehf.
Egill Jóhannsson