Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Hvernig vél?

í Ljósmyndun fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Jú, hörku vél! Eina sem ég myndi setja út á hana í fljótu bragði er að linsan er kannski ekki nógu gleið fyrir minn smekk, eða 38-380mm. En þú ættir ekki að vera í vandræðum með að taka nærmyndir af nefhárum með 380mm ;)

Re: Hvernig vél?

í Ljósmyndun fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Ef þú ert að tala um point and shoot vél, þá get ég hiklaust mælt með Nikon Coolpix, og þá eiginlega bara eins dýra týpu og þú hefur efni á. Getur eiginlega ekki klikkað með eina slíka.

Re: Vantar digital myndavél

í Ljósmyndun fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Eins og ég sagði, þá er D70 ekkert must, get alveg sætt mig við 10D, 300D, 1D ;) D60 og D100 og blablabla. Annars hef ég ekki séð neins staðar á netinu sambærilegar vélar undir 1000$-1000EU

Re: Vantar digital myndavél

í Ljósmyndun fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Eins og ég sagði, þá kemur allt til greina! ;)

Re: ActiveX

í Forritun fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Jú, það flokkast undir forritun, þú ert ekki að fara að gera activex control í c++ þar sem þú ert ekki kominn nógu langt í forritun til þess (annars myndir þú ekki spurja svona). Einfaldast fyrir þig er bara að nota visual basic 6, og velja þar nýtt com project. Það er allavega byrjunin ;)

Re: Nikon D70

í Ljósmyndun fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Þá er það ljóst að D70 er alltof dýr fyrir mig :( Hvernig líst mönnum á Canon EOS 300D sem er á tilboði núna hjá Hans Peterson á 119.900, með vélinni fylgir rafhlöðu og hleðslutæki, hugbúnaður og kaplar og svo ein 18-55mm linsa. Er eitthvað vit í þessu?

Re: Björn Sigurðsson og www.dopsalar.tk

í Deiglan fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Ég skal glaður viðurkenna að það er orðið nokkuð síðan ég var að stúdera þessi mál og því gæti löggjöf hafa breyst í einhverjum löndum. Þó gerði ég stutta internet rannsókn sem staðfestir það sem ég sagði, það er að segja að ég fann ekkert um lögleiðingu þessara efna. Þó skal ég líka viðurkenna að lögregluaðgerðir eru ekki þær sömu í mörgum löndum eins og þú nefnir með danmörku, sviss, spánn, bretland, danmörk og eflaust fleiri ríki hafa um nokkurt skeið litið á cannabis efni vægari augum en...

Re: Björn Sigurðsson og www.dopsalar.tk

í Deiglan fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Nú hefur þú stimplað þig sjálfur út úr umræðunni. Þér er sama um allt nema sjálfan þig greinilega.

Re: Eru vetrardekk nauðsynleg?

í Bílar fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Humm… ég keyri bara um á ónegldum vetrardekkjum allt árið, það er að segja þar til þau eru ónýt og fæ mér svo bara ný og hef engar áhyggjur af þessu. Er ég asni? :D

Re: Björn Sigurðsson og www.dopsalar.tk

í Deiglan fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Vá, ég hélt að ég myndi aldrei leggjast á móti fjrálshyggjunni, en sérðu fyrir þér alkahólista og eiturlyfjaneytanda borga heilbrigðistryggingu? Ekki sé ég það, hvað gerum við þá þegar þessir aðilar þurfa á læknishjálp að halda, henda þeim út á götu bara og láta þá sjá um sig sjálfa? Eða hlúa að þeim og senda þeim svo reikning sem við vitum að hann getur ekki borgað?

Re: Björn Sigurðsson og www.dopsalar.tk

í Deiglan fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Í báðum þessum löndum er varðveisla eiturlyfja ólögleg.

Re: Björn Sigurðsson og www.dopsalar.tk

í Deiglan fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Ekki lít á þetta sem fordóma hjá mér, þó ég segi að áfengissýki sé áunninn sjúkdómur. Ekki hélt ég heldur því fram að hann væri leystur með lögregluaðgerðum, ekki furða að ég skilji ekki hvað þú ert að fara með þessu. Áfengissýki er ekki veira sem gengur um, ekki er hún heldur eitthvað sem verður til við fyrsta sopa og kemur þannig mönnum að óvörum, sömuleiðis eru menn meðvitaðir um hættuna sem fylgir óstjórnlegri drykkju. Menn þurfa að eiga verulega bágt og liggja í drykkju um þó nokkurn...

Re: Björn Sigurðsson og www.dopsalar.tk

í Deiglan fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Það er vel hægt að deila um að áfengisskattur sé of hár, og ég tek undir það. En að skella því á forræðishyggjur er náttúrulega algjörlega út úr kú. Þarna erum við að tala um gamla “munaðarvöru” sem kostar samfélagið ansi mikinn skildinginn, og réttast er að neytendur borgi þann brúsa, rétt eins og bílaeigendur borga fyrir skaðann af bílum með bensínskatti. Reykingamenn með tollum og sköttum af tóbaki og svo framvegis. Eða er kannski bara réttast bara að fella niður lög í landinu, þá er...

Re: Björn Sigurðsson og www.dopsalar.tk

í Deiglan fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Ég myndi glaður rífa upp þær skýrslur sem ég hafði um Holland sem fyrirmynd, en þar sem það er orðið nokkuð langt um liðið þá eru þessi eintök mín horfin. Ég get samt sem áður bent þér á að fara niður í Þjóðarbókhlöðu og lesa þar rannsóknir ríkislögreglustjóra, þar eru margar skýrslur um þetta mál og byggði ég mína ritgerð að mestu leyti á þeim skýrslum. Versandi ástand í Bandaríkjunum kemur bara löggæslu við? Efnahagsástand, aukinn innflutningur útlendinga og fleiri slík mál koma...

Re: Björn Sigurðsson og www.dopsalar.tk

í Deiglan fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Þú hlýtur nú að vita það jafnvel og ég að hér erum við að tala um einn Hauk Guðmundsson, en ekki alla á landinu sem bera þetta nafn. Sá Haukur er margdæmdur glæpamaður. Þætti þér betra að kennitölur fylgdu með? Hvað ertu að meina með “pro drugs dæmi” ? Verður að afsaka að ég skil ekki svona. Þessir menn hafa svo verið dæmdir sekir, það þarf varla að dæma þá aftur?

Re: Björn Sigurðsson og www.dopsalar.tk

í Deiglan fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Sjaldan er góð vísa of oft kveðin, sem er kannski ástæðan fyrir því að ég endurtaki mig nokkrum sinnum ;) Fólk fer aldrei í fíkniefni vegna þess að það lendir úti í samfélaginu, það er bara einfeldningsháttur til að reyna að afsaka misgjörðir sínar og koma sökinni á aðra. Aftur á móti geta fíkniefni veitt ímyndað skjól frá samfélaginu eftir að í óefni er komið. Ef þú telur mig saklausan af morði vegna þess að ég var óskýr þegar ég framdi það, þá held ég að þú sért aðeins of umburðarlyndur og...

Re: Björn Sigurðsson og www.dopsalar.tk

í Deiglan fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Guð minn almáttugur! Hvernig í ósköpunum getur þú sagt að glæpum hafi fækkað í Hollandi? Í guðanna bænum lestu þig aðeins til áður en þú kemur með svona vitleysu hingað á borð. Það er eitt að hafa skoðanir, en að beita rangfærslum til að fegra þær er annað og verra mál.

Re: Björn Sigurðsson og www.dopsalar.tk

í Deiglan fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Las greinina aftur, og fannst ekkert meira til hennar koma við seinni lestur. Þessi grein litast alltof mikið af persónulegri áras gegn Birni til að teljast vera viti borin grein. Ekki er ég að verja athugasemdir annara við þessum lista, margt þar óréttlætanlegt. Enda er ég eingöngu að verja Björn og það sem hann hefur gert. Ef þú hefur lesið eitthvað af þessum svörum sem ég er búinn að skrifa, þá hefur þú væntanlega lesið þó nokkuð um að flest allir þarna hafa fengið dóm, ef ekki allir. Hef...

Re: Nikon D70

í Ljósmyndun fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Fjárinn, þetta er rétt hjá ykkur auðvitað. Engin linsa fylgir þessu tilboði. Það breytir auðvitað öllu fyrir mig þar sem þetta er þá orðið væntanlega dýrara en ég gerði ráð fyrir. Er mikill verðmunur á linsum og fylgibúnaði milli véla? Sömuleiðis náttúrulega úrval? Vitiði hvaða vélar eru hagstæðastar í þeim málum?

Re: Björn Sigurðsson og www.dopsalar.tk

í Deiglan fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Ef þú hefur kynnt þér þessi mál, og myndað þér skoðanir og hugmyndir um þessi mál, þá myndir þú skrifa með öðrum hætti. Hefur þú kynnt þér hvað gerðist í Hollandi þegar ákveðin fíkniefni voru leyfð þar? Er það eitthvað sem við viljum sjá hér? Ef þú hefur ekki kynnt þér það, þá skal ég gefa þér stutta kynningu því, augðunarafbrot stórjukust, líkamsárasir og morð jukust, kynferðisafbrot jukust og svo framvegis. Einu afbrotin sem fækkuðu voru jú fíkniefnaafbrot, enda flest þeirra gerð lögleg....

Re: Björn Sigurðsson og www.dopsalar.tk

í Deiglan fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Hann er ekki að taka nein lög í sínar hendur, heldur einungis að birta nöfn yfir þekkta eiturlyfjasala. Hann er ekki að vinna í því að handtaka þessa menn eða myrða þá. 14 ára krakki sem stundar lögbrot, er auðvitað krakki sem þarf að refsa, alveg eins og ég refsa syni mínum fyrir að stela mola af borðinu. Refsingar taka þó mið af aldri og þroska einstaklinga. Svo ítreka ég það að flestir ef ekki allir á þessum lista eru þegar dæmdir afbrotamenn, það bara dugar ekki til, þeir halda sinni...

Re: Björn Sigurðsson og www.dopsalar.tk

í Deiglan fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Þetta er bara svo kolrangt hjá þér, það er hellingur af landa og öðrum viðbjóði í gangi hér á landi, sömuleiðis endalaust smygl. Þessi tegund ólöglegrar starfssemi er bara ekki eins fréttnæm og fíkniefnamál. Ef þú setur þig aðeins inn í þessa hluti og skoðar það sem er að gerast í kringum þig þá áttar þú þig á því að lögleiðing glæpa er engin lausn á neinu.

Re: Björn Sigurðsson og www.dopsalar.tk

í Deiglan fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Þetta er nú bara fullyrðing sem á sér enga stoð í veruleikanum. Mesti munur á landasöli og bruggi eftir áfengisbannið mikla er að gæði hafa farið hríðlækkandi, því eru krakkar að neyta hreins eiturs oft á tíðum.

Re: Björn Sigurðsson og www.dopsalar.tk

í Deiglan fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Já Af hverju þarf ég gera 5 stafi? :D

Re: Björn Sigurðsson og www.dopsalar.tk

í Deiglan fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Þess vegna er landasala ekki lengur til í íslensku þjóðfélagi? Og smygl á tóbaki? Ónei kallinn minn, þú ert ekki að leysa neinn vanda svona.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok