Eftir smá skoðanir í myndavélaverslunum ákvað ég að spyrja ykkur sérfræðinganna hérna um hvernig stafræna myndavél ég ætti að kaupa mér. Ég var svona að pæla í myndavél sem kostar ekki of mikið en samt má hún kosta eitthvað því ég er ekki að fara að kaupa eitthvað drasl. Hún þyrfti helst að vera auðvelt að læra inn á hana, þ.e.a.s ekki milljón stillingar. Getið þið nokkuð bent mér á einhverja góða vél?