Ég er bæði trúaður og ekki. Ég trúi því að þegar þú gerir góðverk geri það jafnvel meira fyrir þig en fyrir þann sem þú vannst góðverkið fyrir. Ég trúi á að þú getir fullkomnað þig, nokkuð líkt og í fræðum Búdda. Ég trúi ekki á örlög, æðri máttarvöld, eða eftirlíf. Það er kannski leiðinlegt að hugsa til þess að það sé enginn að fylgjast með okkur og leiða okkur í gegnum erfiðleika, og eftir dauðann sé ekkert meira… En ég hef bara sætt mig við það, og reyni þess í stað að fá sem mest úr mínu...