From the slums of Shaolin Wu-Tang Clan, ein stærsta, besta, umdeildasta, frægasta og áhrifa mesta hljómsveit innan Hip Hops.

Wu-Tang Clan stendur saman af fjölda manns undir leiðsögn hinna 9 “Generals”. Foringjarnir 9 myndu vera þeir GZA the Genius, RZA, Method Man, Inspectah Deck, Masta Killah, Ghostface Killa, Raekwon the Chef, U-God og Ol' Dirty Bastard heitinn. Þetta voru upprunalegu meðlimirnir og stofnendurnir. Eru þeir allir upprunir frá Staten Island, NYC.

RZA, GZA og Ol' Dirty Bastard stofnuðu hljómsveitina All in together Now einhvern tímann back in the day. Hljómsveitin þótti efnileg en náðu þeir aldrei að komast á samning hjá neinu fyrirtæki svo þeir hættu.

Stuttu seinna ákváðu þeir að reyna aftur þó í þetta sinn ákváðu þeir að taka gömlu félaga sína með sér. Það var ekki algengt að 9 manns stæðu fyrir eina hljómsveit en þeim tókst það þó.

Árið 93' kom fyrsti diskur Wu-Tang út, Enter The Wu(36 Chambers). Þessi diskur er algjört gull og flokkaður sem Hip Hop classic. Diskurinn inniheldur 13 lög og hvert einasta þeirra er gull! Lögin sem koma sterkust inn að mínu mati væru: Wu-Tang Clan ain't Nuttin' to fuck wit', Protect Ya Neck, Shame on a Nigga, C.R.E.A.M., Can it all be so Simple og svo náttúrulega M.E.T.H.O.D. Man.

Það sem einkenndi þessa hljómsveit mikið fyrir utan stærð var Kung-Fu menningin sem umlukti þá og taktarnir, voru mjög instrumental þá allra helst píanó en þó komu þeir hráir inn. Enda stendur RZA sig vel sem producer sem og rappari.

Þegar Wu komu á sviðið þá höfðu þeir áætlun, þeir ætluðu sér að komast á samning, gefa út einn disk og fara svo allir sínar leiðir og það er einmitt það sem þeir gerðu. Þeir fóru allir að vinna í solo plötunum sínum en ég ætla þó ekkert að fara útí þær og ferla þeirra sem solo rappara.

Wu urðu strax stórir, saman og solo fóru þeir að tour'a með stórum nöfnum og vinna með sömu nöfnum. Eftir að þeir höfðu allir notið vinsælda þó nokkuð, gefið út sína diska og haldið fjöldann allann af tónleikum var kominn tími á að fara aftur í studio'ið fyrir annan Wu disk.

Wu-Tang Forever kom út 97' og var þetta fyrsti Hip Hop diskur sem ég fékk. Þetta var double diskur og þó svo að diskurinn kom ekki jafn sterkur inn og fyrri diskurinn þá varð hann að engu að síður mjög vinsæll.
Hann innihélt lagið Triumph sem var mjög umdeilt. Allir meðlimir Wu-Tang og Cappadonna tóku sig til og spittuðu einhverju yfir taktinn frá RZA. Þetta lag varð virkilega vinsælt en það var frekar mikið mál að koma því útvarpsspilun vegna lengdar. Lagið nálgast 7 mínútur og DJ'ar í útvörpum reyndu að fá RZA í að einhvern veginn skerða það niðrí 4 mínútur en RZA sagði þeim að þeir fengu lagið eins og það væri og það væri undir þeim komið að spila það.
Einnig komu lögin It's Yourz og Reunited sterk inn en fóru þó ekki í jafn mikla útvarpsspilun og Triumph þrátt fyrir að vera mun styttri.

Stuttu eftir útgáfu seinni disksins birtust Wu-Tang meðlimir mikið í fjölmiðlum og þá var ekki um góða umfjöllun að ræða. Ol' Dirty Bastard var orðinn afbrotamaður og Masta Killah tók sig til og lamdi rapparann Ma$e fyrir framan allann fjöldann af rappi.
Ma$e gerði þau mistök að tala ílla um Wu-Tang og sagði þá vera lélega og slæmar fyrirmyndir fyrir börnin og fékk hann að kynnast afleiðingunum.

Einhversstaðar las maður það að flestum nýgræðingum í rappi væru gefnar tvær ráðleggingar: ekki nefna “Suge” Knight í rímum þínum og ekki tala ílla um Wu-Tang því þá færðu að kynnast afleiðingum, hvað er til í þessu? Maður veit aldrei en Ma$e lærði allavega sína lexíu.

Wu-Tang áttu ekki 7 dagana sæla eftir þetta, Ol' Dirty var álitinn hafa genginn af göflunum og meðlimirnir ásakaðir hægri vinstri um hitt og þetta. Engu að síður héldu þeir ótrauðir áfram og gáfu þeir flestir út solo diska í millitíðinni eða unnu með öðrum tónlistarmönnum!

Þremur árum eftir Wu-Tang Forever kom platan The W út. Þessi plata var víst poppaðri en forverar hennar og fékk eitt lagið af henni endalausa MTv og útvarpsspilun, The Gravel Pit.
Þar sem ég hef ekki heyrt þessa plötu í heild sinni ætla ég ekki að ræða um hana frekar.

Ol' Dirty Bastard var nú orðinn flóttamaður og þó ótrúlegt sé flokkaður undir hryðjuverkamann af ríkinu.

En 14. nóvember árið 2000 voru tónleikar með Wu-Tang og fleirum sem ég held að hafi rauninni mátt kalla Hip Hop himnaríki.
Þó þetta voru Wu-Tang tónleikar tileinkaðir The W disknum þá voru þarna Gang Starr, Afu-Ra og Redman til að sýna félögum sínum stuðning. Á meðan þeir félagar voru að spila stóð maður með hettu á miðju sviðinu og það var ekki fyrr en takturinn fyrir Shimmy Shimmy Ya að fólk áttaði sig á hver þetta var, þarna stóð flóttamaðurinn sjálfur Ol' Dirty Bastard uppá sviði og tók lagið sitt.
Hann var ekki mikið lengur á sviðinu enda maðurinn flóttamaður og þrátt fyrir gífurlega gæslu komst hann undan.
Hvað ég gæfi ekki fyrir að hafa verið á þessum tónleikum.

En Wu-Tang létu aðdáendur sína alls ekki bíða lengi eftir næsta disk sínum, Iron Flag en hann kom aðeins einu ári eftir The W, 2001.
Öflugur diskur ekki annað hægt að segja, Uzi(Pinky Ring) kom sterkt inn og fór strax í mikla spilun. En það er eitt sem þennan disk vantar… Ol' Dirty Bastard en á þessum tíma var maðurinn á bakvið lás og slá.

Wu-Tang hafa ekki gert neitt nýtt síðan þá saman en hafa þó allir verið að vinna að solo diskum sínum og ferlum. Þeir hafa þó ekkert stoppað og tour'a reglulega og sýna sig.

Legend of The Wu diskurinn kom út árið 2003 en það er aðeins Greatest Hits diskur og ekkert nýtt efni á honum en það er alltaf gaman að eiga svoleiðis gripi.

Allir meðlimir Wu-Tang eru nýbúnir eða eru að fara gefa út disk núna árið 2006 og hefur RZA lofað okkur nýjum disk seint árið 06' eða í byrjun 07'.
Ég bíð spenntur en mig grunar þó að þessi diskur muni innihalda sama galla og seinasti diskurinn… hann á eftir að vanta ODB.