Að reykja..

Hvað er málið??

Ég er ekki reykingakona(maður) og ég hef ekki prófað að reykja en ég fatta ekki af hverju fólk reykir, hvað þá að prófa að reykja!

Sumir taka bara þá ákvörðun að prófa/byrja að reykja.

Aðrir eru í félagsskapi sem eitthver reykir í og þvingar þá til að prófa.

En.. ég var að lesa á netinu að nikótínið fer svo illa með heilann að…það platar hann á nokkurn hátt. Að heilinn fær nikótínið og eftir það verður hann að fá meira.

Og ábyggilega flestir hérna á huga hafa lesið á eitthverari bloggsíðu hvað er í einni sígarettu. Og ábyggilega flestir reykingamennirnir/konurnar sem lásu þetta héldu bara áfram að reykja.

Ég veit ekki hvað þetta er ógeðslegt en tilhugsunin um hvað er í líkamanum eftir bara eina sígarettu er ógeðsleg!! Á sumum heilsugæslustöðvum er plakat sem sýnir mynd af lunga, ósæð eða eitthverjum öðrum líkamshluta af reykingamanni.

Þetta er hreinn viðbjóður!!