Já ég var að velta því fyrir mér, því að fólk hefur mismundandi smekk varðandi húðflúr, hvað ykkar stíll væri?

Finnst ykkur t.d. Tribal alveg út í hött því að það merkir ekki neitt og er bara svart krot?
Ég er t.d. ekki á sama máli þar sem að mér finnst flúr eiga að vera eitthvað sem prýðir líkamann.

Ég myndi miklu heldur vilja hafa einhverja klessu sem merkir ekki neitt heldur en einhvern hundljótann örn (Er ekki þarmeð að segja að allar myndir af örnum séu ljótar) á mér.
Ég myndi ekki vilja reyna að finna einhverja mynd af erni sem að mér líkaði sæmilega við og hafa hana á mér til æviloka. Ég meina, ef ég heiti Örn, þá er ég með nafnið.. Þarf ég líka mynd til þess að minna mig á það?

Hinsvegar eru mörg flott flúr sem að tákna eitthvað.
Það finnst mér vera langflottasti stíllinn.
Ef maður getur búið til flúr sem táknar eitthvað fyrir þig OG prýðir líkamann fallega þá er það bingo að mínu mati.

En að hafa eitthvað á mót Tribal flúrum bara því að þau merkja ekki neitt finnst mér ekki vera alveg rétt. Mér finnst Tribal Art mjög flott, þó er það takmarkað ef að það er bara Tribal eitt og sér. Hef bara séð eitt clean Tribal flúr sem ég myndi ganga með (og geng með).

Ég er að reyna að vinna á mynd sem að á að innihalda Tribal Art eða öðru flottu mynstri, hugsanlega myndum og svo á það að tákna eitthvað fallegt.

T.d. sá ég flúrara sem var með sérstakt flúr á framhandleggnum og ég spurði hvað þetta væri?
Þetta var svona kassa-hringlaga mynd með svörtum bakgrunni og tveim táknum inni í.
Hann svaraði mér því að fyrsta táknið þýddi nafnið hanns og það annað þýddi vinnuna hanns ‘'Artist’'.

Mér finnst það gott dæmi á flottu flúri.

En hvað er ykkar stíll?
Moderator @ /fjarmal & /romantik.