Eða finnst 50 cent bara hressandi? Og hvaða “vit á tónlist” kjaftæði er þetta í fólki, þetta er ekkert nema uppblásinn hroki. Ef að einhvern langar að hlusta á Béyonce Knowles og dilla sér, má sú manneskja ekki bara gera það í friði, án þess að einhverjir besserwisserar saki hana um að hafa ekki vit á tónlist? Ég fruss yfir þennan þráð, hann er uppfullur af hroka, og í mínum huga er hroki ein sú mesta heimska sem til er.