Það er alrangt að fólk verði endilega siðblint eftir neyslu. Hjá þeim sem hafa mikla fíkn yfirvinnur hún oft allt annað, en flestir þeir sem neyta fíkniefna/vímefna gera það í litlu magni. Hvað með hippana, sem vildu frið fyrir alla, voru þeir siðblindir? Þeir voru a.m.k. margir hverjir á sterkum ofskynjunarlyfjum, en samt varla til friðsamari manneskjur. Og ég hef prufað ólögleg vímuefni, en ég er ekki í dópi. Það sama má segja um marga, ef ekki flesta sem ég þekki.