Gerum þetta einfalt, höfum bara einn þráð þar sem auglýsa skal eftir andstæðingum og dómurum (það er allt að drukkna í þessum þráðum).

Hér getum við nýtt okkur form Huga, sem gerir greinarmun á Gefa álit og Svara. Ef maður vill berjast við einhvern sem óskar eftir andstæðingi, eða dæma hjá honum, þá fer maður í Svara undir hans innleggi. Ef maður vill óska eftir andstæðingi/dómara, þá ýtir maður á Gefa álit hér hægra megin við mitt upprunalega innlegg. Þennan þráð má einnig nota til að ákvarða fjölda prep-rounds.