Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Shimotsuki
Shimotsuki Notandi frá fornöld 300 stig
=)

Re: Nöldur

í Tilveran fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Spliff! =D

Re: Óskarstilnefningar 2003

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Ég hef nú ekkert ýkja mikla skoðun á þessu en ég vona svo sannarlega að Spirited Away fái óskarinn! :)

Re: Hindberjaverðlaunin 2003

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Skrýtið að Star Wars II hafi fengið fleiri tilnefningar heldur en Half Past Dead. Hún var mun betri heldur en Episode I. Þótt að margar myndir eigi heima þarna finnst mér valið frekar þröngt og einhæft.

Re: er þetta ekki nauðsinlegt

í Hestar fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Ertu þá að tala um að fara á reiðnámskeið eða í skóla eins og á Hólum til dæmis? Þetta veltur fyrst og fremst á kunnáttu þinni núna. Ef þú hefur einhverja reynslu og langar bara að eignast eigin hest gætirðu farið í einkatíma hjá einhverjum sem gæti þá gefið þér ráð og sagt þér hvar þú ert staddur/stödd. En ef þú hefur litla reynslu en langar að byrja þá gæti verið gott að fara á allaveganna eitt reiðnámskeið þar sem reiðskólinn skaffar hestana. Þá gætirðu væntanlega prófað fleiri en einn...

Re: hvað get ég gert??

í Hestar fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Þannig að hina eiga hesta sem eru ekki í brúkun eða hugsa ekkert um þá sjálfar? Hefurðu prófað að tala við foreldra þína of spurja hvort þetta sé eina ástæðan fyrir því að þú megir ekki fá merina? Eru þau að borga uppihaldið á hestunum ykkar allra eða gerið þið það sjálfar? Og hvernig skiptist ábyrgðin niður? (Þú þarft ekkert að svara þessu hér) En ef að þau standa undir kostnaði og sjá að miklu leiti um hrossin gæti það verið ein ástæðan. Það er nokkuð mikið að eiga fjóra hesta, sérstaklega...

Re: Árni Johnsen í jeilið!!!!!!

í Deiglan fyrir 21 árum, 3 mánuðum
“hversu oft biður fólk annars fyrirgefningar á misgjörðum sínum sínum á móti fjölda misgjörða sem framin eru ? það er alls ekki sjálfsagður hlutur” Þetta eru alveg fáránleg rök fyrir því að hann hafi ekki skotið sig í fótinn. Og meðan fólk segir að hann hafi tekið út sína refsingu og maður eigi að vorkenna honum finnst mér ekkert að því að benda fólki á að sökin er hans. Þetta hefði náttúrulega aldrei gerst ef hann hefði ekki stolið. Hann ætti að hafa vitað betur.

Re: hart á tekið

í Deiglan fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Ég verð að vera sammála CloudNine í þessu. Maðurinn laug og reyndi að hylma yfir og aldrei sá ég eins og hann hafi séð eitthvað eftir þessu; hann fékk nú svo léleg laun, greyið. Ef að hann hefði viðurkennt þetta strax hefði málið aldrei orðið jafn umfangsmikið. En lygar og yfirhylmingar benda ekki til eftirsjár þannig að það er mjög erfitt að vorkenna kauða. Einnig finnst mér gott að vita að hann komst ekki hjá fangelsisvist vegna “fjölmiðlaofsóknanna”.

Re: Árni Johnsen í jeilið!!!!!!

í Deiglan fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Hann getur nú bara sjálfum sér um kennt. Hann stal, hann reyndi að fela það og hann reyndi svo að réttlæta það eftir að það fattaðist. Alveg afskaplega heimskulegir hlutir til að gera. Ef hann hefði strax viðurkennt að hann hafi stolið hefði hann ekki fengið nærri því jafn slæma útreið. Ég vorkenni honum ekki neitt og þó að ég sé ekkert að óska honum alls ills finnst mér nú bara gott að hann hafi fengið dóm og ekkert fengið að nota “fjölmiðlaáreiti” til að sleppa. Hann stal skattpeningum...

Re: Hvar er Éomer?

í Tolkien fyrir 21 árum, 3 mánuðum
En Gríma var búinn að banna að eitthvað væri gert við orkana. Þess vegna gætu hermennirnir hafa fylkt sér í lið með Êomer því þeir hafa án efa ekkert frekar en hann viljað horfa uppá orka vaða yfir sín heimalönd. Fyrir mína parta finnst mér það rökrétt. Riddararnir gátu ekkert gert heima og var mórallinn orðin ákaflega lélegur. Valið milli þess að bíða eftir einhverju vitandi að konungur teldi Saruman enn stuðningsmann sinn eða að fylgja Êomer í baráttu sinni gegn honum gæti verið frekar...

Re: Smjör....

í Tilveran fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Kauptu þér þá bara einhverja aðra smjörtegund og hættu svo að væla. Alveg ákaflega einfald vandamál til að leysa.

Re: Starfsmenn bókasafna

í Bækur fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Ég verð nú bara að viðurkenna að ég kannast heldur ekkert við þetta. Flest það fólk sem ég hef verið í kringum á bókasöfnum hefur verið mjög almennilegt og hjálplegt þegar ég hef talað við það eða séð til þess.

Re: sektir á bókasöfnum

í Bækur fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Fyrior nokkrum árum var það bara 1000kr á fjölskyldu (eða heimili). Það var nokkuð nett. :) Mér finnst þetta mjög gott mál, sérstaklega vegna þess að ef sektirnar myndu aldrei ná neinu hámarki (eða hámarkið er mjög hátt) þá myndi fólk frekar stela bókunum heldur en að skila þeim. Mjög rökrétt hugsun og ánægjuleg. :) Takk samt fyrir að koma með töluna. Það er gott að vita hvar hámarkið er. :)

Re: hvað get ég gert??

í Hestar fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Þegar svona álfar koma fram er best að svara þeim ekki. Þá er auðveldara fyrir mig eða voff að eyða þeirra svörum án þess að hafa áhyggjur af undirsvörum ykkar. Svona fólk er bara að leita að athygli eða rifrildi og er nákvæmlega sama hversu góð eða léleg rök ykkar eru. Þess vegna er bara best að eyða ekki púðri í það, ef að svörin eru gróf þá hverfa þau og við “sitjum uppi með” fleiri hit á áhugamálinu, þökk sé þessum villuráfandi sauðum. :D

Re: hvað get ég gert??

í Hestar fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Það er nú bara þannig að það er ekki hægt að fá allt sem maður vill. Þú segir að þið systurnar megið einungis hafa 2 hesta hver en svo ert þú með 4 sjálf sem stendur. Það er mjög erfitt fyrir foreldra að leyfa einum krakka eitt en hinum ekki jafn mikið. Ef þú segir að þessi hestur sé svona góður og ert staðráðin í að fara á Hóla þá verðurðu líklega að fórna einhverjum af hinum hestunum sem þú átt. Þú verður bara að meta stöðuna og jafnvel ákveða hver þessara fjögurra hrossa (þín 3 og 6v...

Re: Frændur

í Hestar fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Atvinnumenn eru þeir sema lifa á því sem þeir eru atvinnumenn í. Til dæmist eru atvinnumenn í knattspyrnu þeir sem fá borgað fyrir að spila fótbolta. Hinir eru áhugamenn. Ef þú telur þig vera einn af fyrrnefndum geturðu kallað þig atvinnumann, annars ekki. :) Ég ætla hins vegar ekki að tjá mig um þá aðila sem greinin fjallar um og hvort þeir séu frægir, atvinnumenn eða annað slíkt. Þekki þá því miður ekki. ^^

Re: Crossroads of Twilight: Wheel of Time 10

í Bækur fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Ég ætlaði að lána Lord of Chaos um helgina en hún var ekki inni… *andvarp* Tek væntanlega rispu næsta sumar. Þessar bækur eru mjög góðar. :)

Re: Hesta leiga

í Hestar fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Í langflestum tilvikum vita túristarnir nákvæmlega ekki neitt um hesta. Þeir rykkja í taumana og setja hælana í hestana sem vita ekki neitt hvaðan á þeim stendur veðrið. Svo hefur fólkið ekkert jafnvægi og á endanum stífna þessi hross upp og byrja að lulla, verða taumstíf og hætta að taka eftir ábendingum. Þetta eru hross sem er einfaldlega riðið niður af lélegum knöpum. Mörg þeirra hafa án efa verið prýðileg reiðhross áður en þau enduðu uppi á hestaleigu. Einnig langar mér að benda þér á að...

Meira um Dolly

í Gæludýr fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Bæta aðeins við, fann enska orðið yfir gigt. ;) ——– Why all the fuss about Dolly the sheep's arthritis? Dolly was the first mammal cloned from the cell of an adult sheep. The arthritis - a condition that occurs most often in the elderly - suggests that Dolly is ageing prematurely. Some critics of cloning suspect that this is a genetic defect created by the cloning process. They point to how many cloned animals die at birth or soon after. Of course, it's possible that Dolly's arthritis has...

Re: Klónun Dýra

í Gæludýr fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Dolly er reyndar ekki alheilbrigð, ég hef heyrt að hún hafi fengið gigt. Það hafa þónokkur dýr verið klónuð og ég fann ágætis grein um þetta sem er hér: http://www.mindfully.org/GE/Cloning-Defect.htm

Re: Hverjir eru of feitir, og afhverju?

í Heilsa fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Hahaha! Hvenær var þessi grein í Mogganum? Þetta er með fáránlegri útskýringum sem ég hef séð. ;)

Re: Klónun Dýra

í Gæludýr fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Þetta er náttúrulega hásiðferðislegt málefni og margir hafa eflaust mjög misjafna skoðun á þessu. Ef að við hefðum ekki stuðst við rannsóknir á dýrum þá væru til dæmis læknisfræðin örugglega enn frekar vanþróuð. Ég er ekkert að verja það að fólk hafi neglt dýr á planka og skorið þau upp lifandi en það verður að viðurkennast að mjög mikið af þeim gæðum sem við búum í dag eru komin með misvafasamri hjálp annarra dýra. Og ekki má gleyma að í flestöll skiptin sem að þú heyrir getið um nýjar...

Re: Hver er uppáhlds hundategundin þín???

í Hundar fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Komondor all the way! Og einhverstaðar þar á eftir kemur Rottweilerinn. :) -Shimo

Re: Afhverju vilja þeir setja samræmd stúdenst próf

í Skóli fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Mér finst þetta hálf sorglegt. :/ Fyrst koma þeir með einhverjar hömlur á þær brautir sem eru í menntaskólum og svo þetta. Mér finnst þetta vera mjög heftandi og get ekki séð að þetta eigi <b>ekki</b> eftir að bitna á þeim fögum sem eru ekki til samræmdra prófa. Ég man nú hvernig þetta var í grunnskóla, allt vorið fór í að minna mann á þessa samræmduprófs-grýlu. Mér finnst að samkeppni framhaldsskólanna eigi ekki að vera á þeim forsendum að þeir séu í raun allir eins en með mismunandi...

Re: Hvernig lærið þið undir próf?

í Skóli fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Tja, ég held að það sé ekkert sem er eða heitir “hin eina rétta próftækni”. Ég persónulega er ein af þeim verstu að lesa fyrir próf en það sem hefur bjargað mér í gegnum tíðina er lesminni mitt. Ef fólk fer yfir munnlega er ég eins og álfur út úr hól en um leið og ég les svo spurningarnar á prófblaðinu man ég hvar í bókinni þetta efni var og svarið endar yfirleitt einhvernveginn á blaðinu. ;) Það er að segja ef ég las efnið einhverntímann. ;) Fyrir mig dugar að lesa þetta yfir einusinni eða...

Re: Kappreiðar!

í Hestar fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Sniðugt. :) Hljómar eins og þetta sé mjög skemmtilegur hestur. Langaði annars bara að vita hvernig þetta er hjá öðrum. Var stundum að reyna að ná fram brokksprettum en oft vildu þau vaða upp á stökk ef það var komin einhver ferð á þau. Reyndar þá voru það flest hrossanna sem að ég var búin að vera að brokksetja af lulli. ;)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok